Erlent

Bondevik gagnrýnir IKEA

Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýnir IKEA fyrir að gefa út hátt í 2000 leiðbeiningabæklinga í um 200 vöruhúsum sínum víða um heim án þess að nokkur kona sjáist setja saman húsgögn eða vöru frá fyrirtækinu. Bondevik segir það óverjandi og IKEA til skammar að aðeins skuli vera myndir af karlmönnum í bæklingunum. Þingmenn allra flokka á norska stórþinginu taka undir gagnrýni forsætisráðherrans. Forsvarsmenn IKEA benda hins vegar á að það sé erfiðleikum bundið að sýna konur í bæklingunum, meðal annars í þeim múslímalöndum þar sem IKEA hefur reist vöruhús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×