Erlent

Súnnítar sagðir hafa gert árásina

Talið er að allt að 30 manns hafi látið lífið í sjálfsmorðsárás öfgamanna í norðurhluta Íraks nú síðdegis. Árásin var gerð í jarðarför í Mósúl í þann mund sem hópur sjítamúslíma fylgdi félaga sínum til grafar. Talið er víst að öfgahópar súnnímúslíma hafi verið að verki en þeir beina árásum sínum í síauknum mæli að sjítum í viðleitni sinni til að koma af stað átökum á milli trúarhópanna og efna til borgarastyrjaldar í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×