Erlent

Segja Írana hafa fengið skilvindur

Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að Abdul Qadeer Khan, sem kallaður hefur faðir atómsprengjunnar í Pakistan, hefði útvegað Írönum skilvindur til þess að auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur. Khan hefur áður orðið uppvís að því að láta Írönum, Norður-Kóreumönnum og Líbíumönnum í té leynilegar upplýsingar um kjarnorkumál en Pakistanar hafa ekki gefið hvers konar upplýsingar það hafi verið. Ríkisstjórn Pakistans neitar allri aðild að málinu. Bandaríkjamenn saka Írana um að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopum en því hafa stjórnvöld í Teheran í harðlega neitað og segjast aðeins auðga úran í friðsamlegum tilgangi. Nokkrar Evrópuþjóðir hafa reynt að miðla málum og fá Írana til að hætta við allar áætlanir um framleiðslu kjarnorkueldsneytis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×