Fleiri fréttir

Reykingar skemmi litninga fóstra

Stöðugt finnast nýjar sannanir fyrir því hvernig reykingar óléttra kvenna geta skaðað fóstrið í móðurkviði. Nú er komið í ljós að reykingar geta skemmt litninga fóstra og þar með aukið líkur á að börn reykingakvenna fái krabbamein þegar þau vaxa úr grasi. Þegar hefur verið staðfest að reykingar kvenna á meðgöngu geta leitt til ýmissa vandamála meðan á meðgöngunni stendur sem og til þess að börnin fæðist minni.

Segjast halda áfram uppreisn

Tsjetsjenskir uppreisnarmenn segja að morðið á leiðtoga þeirra, Aslan Maskhadov, muni engin áhrif hafa á aðskilnaðarbaráttuna og vopnaða uppreisn þeirra gegn rússneskum yfirvöldum í Tsjetsjeníu. Akhmed Zakajev, sem nú er aðaltalsmaður uppreisnarmanna, segir að eftirmaður Maskhadovs verði valinn á næstu dögum.

Hafnar beiðni um lausn Fischers

Útlendingastofnun japanska dómsmálaráðuneytisins hafnaði í morgun beiðni lögmanns Bobbys Fishers um að hann yrði leystur úr haldi. Ráðuneytið telur að það breyti engu um aðstöðu Fischers þótt hann hafi íslenskt vegabréf en öðru gilti ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt.

Halda áfram baráttunni

Tsjetsjenskir uppreisnarmenn segja að morðið á leiðtoga þeirra, Aslan Maskhadov, muni engin áhrif hafa á aðskilnaðarbaráttuna og vopnaða uppreisn þeirra gegn rússneskum yfirvöldum í Tsjetsjeníu. Maskhadov, sem var hófsamastur tsjetsjenskra uppreisnarmanna, var ráðinn af dögum í gær af rússneskum hermönnum.

Vita ekkert um morð í Qaim

Yfirvöld í Írak kunna engar skýringar á líkum af nítján mönnum sem fundust skotnir til bana í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Fólkið, átján karlmenn og ein kona, var allt klætt í borgaraleg föt og fannst á akri skammt fyrir utan bæinn. Svo virðist sem það hafi verið myrt fyrir allt að viku.

Lækna sykursýki með frumutilfærslu

Læknar í Bretlandi telja sig hafa fundið lækningu við meðfæddri sykursýki. Lækningin felst í því að færa frumur á milli líffæra sjúklinganna.

Mótmæla skerðingu á veikindalaunum

Starfsmenn almenningssamgangna á Ítalíu mættu ekki til vinnu í dag, en með því voru þeir að mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum í veikindafrí. Ferðir strætisvagna, sporvagna og neðanjarðarlesta hafa legið niðri mestan hluta dags í mörgum borgum á Ítalíu og hafa orðið miklar umferðartafir í miðbæjum margra borga þar sem bílaumferð er mun meiri en venjulega.

Losa sig ekki við álagastein

Borgaryfirvöld í Carlisle hafa hafnað beiðni borgarráðsmannsins Jims Tootles um að eyðlileggja álagastein í einu af söfnum borgarinnar. Tootle telur að steinninn hafi kallað ógæfu yfir borgina þegar hann var fluttur á safnið árið 2001, en síðan þá hafa flóð og gin- og klaufaveiki herjað á borgina og nágrenni auk þess sem atvinnuleysi hefur aukist og íþróttaliðum frá borginni hefur vegnað illa í mótum.

Lofar skjótri og nákvæmri rannsókn

George Bush Bandaríkjaforseti hefur lofað skjótri og nákvæmri rannsókn á skotárásinni þar sem ítalski leyniþjónustumaðurinn Nicola Calipari lést og blaðakonan Giuliana Sgrena særðist, en Calipari hafði skömmu áður fengið Sgrena lausa úr höndum mannræningja í Írak.

Mæti fyrir dómara eftir dauðdaga

39 ára gamall Ítali sem læknar segja að eigi hálft ár eftir ólifað var í dag sagt að koma aftur eftir 14 mánuði til að hlýða á niðurstöðu dóms í máli mannsins gegn tryggingafyrirtæki. Maðurinn, Carmelo Cisabella, lenti í mótorhjólaslysi fyrir rúmum áratug, er í hjólastól og fékk í kjölfarið banvæna mænusýkingu.

Mótmæla ofbeldi lögreglu

Flestir þeirra 1400 lögfræðinga sem starfa í Túnis fóru í verkfall í dag til að mótmæla ofbeldi lögreglumanna. Málið snýst ekki um að lögreglan beiti skjólstæðinga þeirra ofbeldi heldur lögfræðingana sjálfa.

Ráðist á skipulagsráðherra Íraks

Skotið var á bílalest skipulagsmálaráðherra Íraks, Mehdi al-Hafidh, í dag. Einn lífvarða hans lét lífið í árásinni samkvæmt upplýsingum Reuters-fréttastofunnar en ráðherrann slapp ómeiddur. Uppreisnarmenn hafa ítrekað ráðist á embættismenn í Írak, en fyrr í vikunni var háttsettur lögreglumaður í innaríkisráðuneyti Íraks drepinn og hefur al-Qaida hópur Abus Musabs al-Zarqawis í landinu lýst yfir ábyrgð á því tilræði.

Haradinaj fluttur til Haag

Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, hélt til Haag í Hollandi í dag með þýskri herflugvél. Hann hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu í Kosovo á árunum 1998-1999 og mun stríðsglæpadómstóllinn í Haag rétta yfir honum eins fljótt og auðið er. Haradinaj sagði af sér um leið og ákæra á hendur honum var lögð fram.

Sprengjuárásir á Indlandi

Tíu sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í Assam-ríki á Indlandi í dag. Einn maður lést og fjórir slösuðust og verslanir, farartæki og lögreglustöð skemmdust. Sprengjunum hafði flestum verið komið fyrir á mannmörgum mörkuðum og fyrir utan sjúkrahús. Svokölluð frelsissamtök Asom eru grunuð um verknaðinn en þau berjast fyrir sjálfstæði Assam-ríkis.

Skjálfti lokar gullnámu í S-Afríku

42 námuverkamenn eru fastir í gullnámu í Suður-Afríku í kjölfar jarðskjálfta þar í morgun. Samkvæmt fréttaskeytum lokuðust sum ganganna í námunni í skjálftanum en björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að bjarga lífi þeirra sem lokaðir eru inni. Þeir eru sagðir vera um 2,4 kílómetra undir yfirborði jarðar en með einhverjar súrefnis- og vantsbirgðir.

Sögð óvelkomin í Hvíta húsið

Áform Karls Bretaprins og Camillu Parker-Bowles um borgaralega giftingu hafa verið úrskurðuð lögleg. Þó er fjarri því að allir séu sáttir við þau. Óbilandi vinsældir Díönu prinsessu heitinnar valda því að ýmsir líta svo á að brúðkaup Karls og Camillu sé vanvirðing við minningu Díönu. Og hin fráskild Camilla kvað vera óvelkomin í Hvíta húsið.

Uppnám í flokki Haiders

Frelsisflokkur Jörgs Haider í Austurríki er í uppnámi eftir mikinn kosningaósigur í héraðskosningum í Neðra-Austurríki um helgina. Á þriðjudag boðaði Haider endurstofnun flokksins. Áður ákvað flokksstjórnin að gera fimm áberandi fulltrúa yst á hægri væng flokksins brottræka úr honum.

Létust af völdum eitraðs ávaxtar

Að minnsta kosti 27 börn á Filippseyjum létust úr matareitrun í morgun og önnur eitt hundrað liggja fárveik á sjúkrahúsi. Börnin urðu veik eftir að hafa borðað djúpsteiktan hitabeltisávöxt sem líkist ananas og kallast cassava í skólanum. Rætur þessarar plöntu eru auðugar af prótínum og vítamínum en geta verið eitraðar ef þær eru ekki matreiddar á réttan hátt eða ef þær eru borðaðar hráar.

Ísraelsríki studdi landtöku

Ísraelsk stjórnvöld voru með ólöglegum hætti viðriðin stofnun landtökubyggða á Vesturbakkanum. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem kynnt var í Ísrael í gær. Þetta hátterni Ísraelsstjórnar er til þess fallið að grafa undan lýðræði þar í landi segir fyrrverandi ríkissaksóknari. </font /></b />

Tsjetsjenar berjast áfram

Tsjetsjenskir uppreisnarmenn hétu því í gær að halda áfram baráttunni fyrir algerum aðskilnaði Tsjetsjníu frá Rússlandi, eftir að það fréttist í fyrradag að leiðtogi þeirra, Aslan Maskhadov, hefði fallið eftir að rússneskir sérsveitarmenn umkringdu hann á felustað sínum í norðanverðri Tsjetsjníu.

Öfgamenn komi í stað Maskhadovs

Líklegt er að morð rússneskra hermanna á Aslan Maskhadov, leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna, í gær hleypi frekari hörku í aðgerðir aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Maskhadov var talsmaður hófsamra Tsjetsjena og nú er talið að öfgasinnaðir hryðjuverkamenn nái völdum.

Barnaníðingar fyrir dóm

Vitnaleiðslur hefjast í dag yfir sakborningum í umfangsmesta kynferðisafbrotamáli franskrar réttarsögu.

Asni handtekinn

Asninn Pacho var látinn laus úr prísund sinni í gær eftir að lögreglan í borginni Arauca í Kólumbíu tók hann fastan á sunnudagskvöldið.

Fogh Rasmussen í klemmu

Talsmenn atvinnulífsins í Danmörku ráðast harkalega á Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra fyrir að krefjast þess að ráðherrar í ríkisstjórn hans geri grein fyrir fjármálum sínum og maka sinna.

Karami aftur forsætisráðherra

Horfur eru á að Omar Karami setjist á ný í stól forsætisráðherra Líbanons en hann sagði af sér embætti á dögunum.

Verði að fá ríkisborgararétt

Íslenskt vegabréf dugar ekki til að leysa Bobby Fischer úr haldi japanskra stjórnvalda samkvæmt óformlegu svari sem barst lögmönnum hans í dag. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að nú verði íslensk stjórnvöld að bregðast við og veita Fischer fullan ríkisborgararétt.

Konur og börn hálshöggvin

Lík 41 Íraka hefur fundist síðastliðna tvo daga og er greinilegt að fólkið hefur verið tekið af lífi. Meðal hinna látnu eru bæði konur og börn.

Fimm spænskir lögreglumenn létust

Fimm spænskir lögreglumenn létu lífið þegar flutningabílstjóri sofnaði undir stýri og ók á þá á umferðareftirlitsstöð á þjóðvegi snemma í morgun. Flutningabílstjórinn slasaðist lítils háttar í árekstrinum sem varð um 70 kílómetra norður af Madrid.

Heimila Kínverjum hernaðaraðgerðir

Kínverjar hafa kynnt til sögunnar lög sem heimila þeim hernaðaraðgerðir til að sporna við sjálfstæði Taívans, ef aðrar aðferðir þrjóta. Lögin verða formlega tekin fyrir í kínverska þinginu eftir viku og er einungis formsatriði að fá þau samþykkt.

Húsnæðisverð hækkar alls staðar

Það er ekki bara á Íslandi sem verð á húsnæði hefur rokið upp á við. Í nýlegri úttekt tímaritsins <em>Economist </em>kemur fram að á undanförnum sjö árum hefur hækkun húsnæðisverðs farið langt fram úr hækkun launa nær alls staðar í veröldinni.

Hálfkák hjá Sýrlendingum

Bandaríkjamenn segja að brottfluttningur hluta af herliði Sýrlendinga frá Líbanon sé ekkert annað en hálfkák. Utanríkisráðherra Ísraels tekur í sama streng og segir einnig rétt að afvopna skæruliðasamtök eins og Hizzbollah.

Skutu ekki viljandi á bíl Sgrena

Bandaríkjastjórn þvertekur með öllu fyrir það að bandarískir hermenn hafi skotið viljandi á bíl ítölsku blaðakonunnar Juliönu Sgrena á laugardaginn. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær fráleitt að halda þessum möguleika fram.

140 fangar létust í eldsvoða

Að minnsta kosti 140 fangar létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Dóminíska lýðveldinu í gær. Til óeirða kom í fangelsinu sem enduðu með því að nokkrir fangar kveiktu í rúmum sínum. Eldurinn breiddist hratt út og slökkviliðsmenn réðu hvorki við eitt né neitt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.

Lækning við slæmu þunglyndi?

Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar.

Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt

Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag.

Lést eftir eftir tekílakeppni

Rúmlega tvítugur piltur í Dóminíska lýðveldinu lést um helgina eftir að hafa unnið tekíla drykkjukeppni á bar í höfuðborginni Santo Domingo. Pilturinn drakk yfir 50 snafsa af tekíla og lætur nærri að það sé um einn og hálfur lítri af þeim görótta drykk.

Dauðsföllum fækkar mjög

Dauðsföllum vegna mislinga hefur fækkað um 40 prósent á síðustu fimm árum. Takmark Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að fækka dauðsföllum vegna mislinga um helming fyrir árslok 2005. Allar líkur eru á að það takist.

3 Frökkum sleppt frá Guantanamó

Þremur Frökkum var í gær sleppt úr haldi frá fangabúðunum á Guantanamó á Kúbu. Þeir hafa verið í haldi þar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan í árslok 2001, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök.

Konur betri bílstjórar

Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar.

Ekki tengsl á milli ránanna

Ólíklegt er talið að fundur listaverkanna þriggja eftir Norðmanninn Edvard Munch, sem stolið var af hóteli í Moss í fyrrakvöld, og handtaka nokkurra manna í kjölfarið, muni leiða til þess að þau málverk listamannsins sem rænt var á síðasta ári komi í leitirnar.

Maskhadov drepinn?

Tsjetsjenski skæruliðaleiðtoginn Aslan Maskhadov hefur verið drepinn af rússneskum hermönnum að sögn fjölmiðla í Rússlandi. Þeir birtu mynd af meintu líki hans í dag en ekki hefur endanlega verið staðfest að líkið sé af Maskhadov.

Varð vitni að misnotkuninni

Yngri bróðir Gavins Arvizo, sem Michael Jackson er sakaður um að hafa misnotað, segist tvisvar hafa séð popparann strjúka eldri bróður sínum á kynferðislegan hátt.

Eitt verka Munch stórskemmt

Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Verkin eru komin í leitirnar og er eitt þeirra mikið skemmt.

Eitt verka Munch stórskemmt

Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Verkin eru komin í leitirnar og er eitt þeirra mikið skemmt.

Lyf gegn reykingafíkn

Lyfjafyrirtæki reyna nú hvert í kapp við annað að þróa lyf sem læknað getur reykingafíkn en þau sjá mikla gróðavon í slíkum lyfjum.

Sjá næstu 50 fréttir