Erlent

Sumarleyfisferðir til að hjálpa

Í Þýskalandi er nú hafin herferð þar sem landsmenn eru hvattir til að fara í sumarleyfi til hamfarasvæðanna í Suðaustur-Asíu. Þróunarráðherra Þýskalands, Heidemarie Wieczorek-Zeul, segir það lífsnauðsynlegt fyrir eftirlifendur á svæðunum að mikil aukning verði í ferðamannaiðnaðinum þar svo hægt sé að byggja upp að nýju og fólkið hafi í sig og á. Herferðin hófst í dag með ráðstefnu sem standa á fram á þriðjudag en 10.400 þátttakendur eru skráðir frá 180 löndum. „Besta leiðin fyrir okkur að hjálpa er að fara í frí til flóðasvæðanna í frí,“ segir Wieczorek-Zeul.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×