Erlent

Skuldarar ærðir með trommuslætti

Yfirvöld í borginni Hyderabad í suðurhluta Indlands hafa gripið til þess óvenjulega ráðs að fá trommuleikara til liðs við sig í baráttunni gegn þeim sem skulda skatta. Geri menn ekki upp skuldir sínar heldur hópur 20 trommuleikara til heimilis þeirra og ber húðirnar með tilheyrandi látum þar til viðkomandi greiðir skuldir sínar. Yfirvöld telja að með því að þvinga skattskuldara til þess að hlusta á trommusláttinn, þá gefi þeir á endanum eftir. Borgaryfirvöld í Hyderabad höfðu ítrekað reynt að fá íbúa sem ekki höfðu greitt skatta til þess að gera upp skuldirnar en þar sem það bar ekki árangur ákváðu yfirvöld að nota trommuleikarana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×