Erlent

Hungurverkfall í flugvél

Tæplega sextíu manna hópur Írana neitaði að yfirgefa flugvél á flugvelli í Brussel í gær og hótaði að fara í hungurverkfall inni í vélinni til að mótmæla stuðningi við stjórnvöld í Íran. Vandræðin byrjuðu um leið og vélin, sem kom frá Frankfurt í Þýskalandi, lenti á belgískri grundu um miðjan dag í gær. Talsmaður hópsins sagði að ef Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Rússland hættu ekki samstarfi sínu við Íran myndi hópurinn svelta sig til dauða inni í flugvélinni. Eftir sextán tíma dvöl inni í vélinni bárust loks fregnir af því í morgun að lögreglu hefði tekist að ná öllum út úr vélinni. Ekki er vitað hvort fólkið kom sjálfviljugt út en að sögn lögreglu kom ekki til ofbeldis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×