Kasparov úr skák í stjórnmál 11. mars 2005 00:01 Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. Kasparov hefur verið stigahæsti skákmaður heims frá því árið 1984 og hefur markað sér öruggan sess sem einn besti skákmaður allra tíma. "Fyrir þetta skákmót tók ég meðvitaða ákvörðun um að Linares 2005 yrði síðasta atvinnuskákmótið sem ég tæki þátt í," sagði Kasparov á blaðamannafundi sem sjá má á myndbandi sem vistað er hjá skákvefritinu chessbase.com. Hann gaf þá ástæðu að það væri ekki lengur að neinu að stefna fyrir sig á þessum vettvangi. Friðrik Ólafsson stórmeistari segir í samtali við Fréttablaðið að mikil eftirsjá sé að Kasparov úr atvinnuskákinni - ef rétt reynist að hann sé hættur. "Ég tel bara ekki tímabært að tala um hann sem hættan. Það eru ýmis dæmi um að menn lýsi svona yfir en hætti svo við að hætta," segir Friðrik, en að hans mati er Kasparov langöflugasti og litríkasti skákmaður sem fram hefur komið frá því Bobby Fischer var upp á sitt besta. Kasparov lýsti því síðan yfir í gær að hann hygðist láta meira að sér kveða í rússneskum stjórnmálum. Hann hefur skipað sér í flokk með félagsskap sem nefnist "2008-nefndin: frjálst val", en í honum eru nokkrir einörðustu gagnrýnendur Vladimírs Pútín forseta úr liði frjálslyndra í Rússlandi. "Sem skákmaður hef ég gert allt sem hægt er og jafnvel meira en það. Nú vil ég beita greind minni og skipulagðri hugsun í rússneskum stjórnmálum," segir hann í yfirlýsingu sem Interfax-fréttastofan vitnar til. "Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að spyrna við alræðisstjórnarháttum Pútíns. Það er mjög erfitt að tefla fyrir land sem lýtur andlýðræðislegri stjórn," segir Kasparov. Erlent Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. Kasparov hefur verið stigahæsti skákmaður heims frá því árið 1984 og hefur markað sér öruggan sess sem einn besti skákmaður allra tíma. "Fyrir þetta skákmót tók ég meðvitaða ákvörðun um að Linares 2005 yrði síðasta atvinnuskákmótið sem ég tæki þátt í," sagði Kasparov á blaðamannafundi sem sjá má á myndbandi sem vistað er hjá skákvefritinu chessbase.com. Hann gaf þá ástæðu að það væri ekki lengur að neinu að stefna fyrir sig á þessum vettvangi. Friðrik Ólafsson stórmeistari segir í samtali við Fréttablaðið að mikil eftirsjá sé að Kasparov úr atvinnuskákinni - ef rétt reynist að hann sé hættur. "Ég tel bara ekki tímabært að tala um hann sem hættan. Það eru ýmis dæmi um að menn lýsi svona yfir en hætti svo við að hætta," segir Friðrik, en að hans mati er Kasparov langöflugasti og litríkasti skákmaður sem fram hefur komið frá því Bobby Fischer var upp á sitt besta. Kasparov lýsti því síðan yfir í gær að hann hygðist láta meira að sér kveða í rússneskum stjórnmálum. Hann hefur skipað sér í flokk með félagsskap sem nefnist "2008-nefndin: frjálst val", en í honum eru nokkrir einörðustu gagnrýnendur Vladimírs Pútín forseta úr liði frjálslyndra í Rússlandi. "Sem skákmaður hef ég gert allt sem hægt er og jafnvel meira en það. Nú vil ég beita greind minni og skipulagðri hugsun í rússneskum stjórnmálum," segir hann í yfirlýsingu sem Interfax-fréttastofan vitnar til. "Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að spyrna við alræðisstjórnarháttum Pútíns. Það er mjög erfitt að tefla fyrir land sem lýtur andlýðræðislegri stjórn," segir Kasparov.
Erlent Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira