Kasparov úr skák í stjórnmál 11. mars 2005 00:01 Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. Kasparov hefur verið stigahæsti skákmaður heims frá því árið 1984 og hefur markað sér öruggan sess sem einn besti skákmaður allra tíma. "Fyrir þetta skákmót tók ég meðvitaða ákvörðun um að Linares 2005 yrði síðasta atvinnuskákmótið sem ég tæki þátt í," sagði Kasparov á blaðamannafundi sem sjá má á myndbandi sem vistað er hjá skákvefritinu chessbase.com. Hann gaf þá ástæðu að það væri ekki lengur að neinu að stefna fyrir sig á þessum vettvangi. Friðrik Ólafsson stórmeistari segir í samtali við Fréttablaðið að mikil eftirsjá sé að Kasparov úr atvinnuskákinni - ef rétt reynist að hann sé hættur. "Ég tel bara ekki tímabært að tala um hann sem hættan. Það eru ýmis dæmi um að menn lýsi svona yfir en hætti svo við að hætta," segir Friðrik, en að hans mati er Kasparov langöflugasti og litríkasti skákmaður sem fram hefur komið frá því Bobby Fischer var upp á sitt besta. Kasparov lýsti því síðan yfir í gær að hann hygðist láta meira að sér kveða í rússneskum stjórnmálum. Hann hefur skipað sér í flokk með félagsskap sem nefnist "2008-nefndin: frjálst val", en í honum eru nokkrir einörðustu gagnrýnendur Vladimírs Pútín forseta úr liði frjálslyndra í Rússlandi. "Sem skákmaður hef ég gert allt sem hægt er og jafnvel meira en það. Nú vil ég beita greind minni og skipulagðri hugsun í rússneskum stjórnmálum," segir hann í yfirlýsingu sem Interfax-fréttastofan vitnar til. "Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að spyrna við alræðisstjórnarháttum Pútíns. Það er mjög erfitt að tefla fyrir land sem lýtur andlýðræðislegri stjórn," segir Kasparov. Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. Kasparov hefur verið stigahæsti skákmaður heims frá því árið 1984 og hefur markað sér öruggan sess sem einn besti skákmaður allra tíma. "Fyrir þetta skákmót tók ég meðvitaða ákvörðun um að Linares 2005 yrði síðasta atvinnuskákmótið sem ég tæki þátt í," sagði Kasparov á blaðamannafundi sem sjá má á myndbandi sem vistað er hjá skákvefritinu chessbase.com. Hann gaf þá ástæðu að það væri ekki lengur að neinu að stefna fyrir sig á þessum vettvangi. Friðrik Ólafsson stórmeistari segir í samtali við Fréttablaðið að mikil eftirsjá sé að Kasparov úr atvinnuskákinni - ef rétt reynist að hann sé hættur. "Ég tel bara ekki tímabært að tala um hann sem hættan. Það eru ýmis dæmi um að menn lýsi svona yfir en hætti svo við að hætta," segir Friðrik, en að hans mati er Kasparov langöflugasti og litríkasti skákmaður sem fram hefur komið frá því Bobby Fischer var upp á sitt besta. Kasparov lýsti því síðan yfir í gær að hann hygðist láta meira að sér kveða í rússneskum stjórnmálum. Hann hefur skipað sér í flokk með félagsskap sem nefnist "2008-nefndin: frjálst val", en í honum eru nokkrir einörðustu gagnrýnendur Vladimírs Pútín forseta úr liði frjálslyndra í Rússlandi. "Sem skákmaður hef ég gert allt sem hægt er og jafnvel meira en það. Nú vil ég beita greind minni og skipulagðri hugsun í rússneskum stjórnmálum," segir hann í yfirlýsingu sem Interfax-fréttastofan vitnar til. "Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að spyrna við alræðisstjórnarháttum Pútíns. Það er mjög erfitt að tefla fyrir land sem lýtur andlýðræðislegri stjórn," segir Kasparov.
Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira