Erlent

Blair nær málamiðlun

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tókst loks síðdegis í gær að koma nýjum hryðjuverkavarnalögum í gegn um þingið, en frumvarpið mætti harðvítugri andstöðu sem um tíma virtist geta komið í veg fyrir samþykkt þess. Frumvarpið kveður meðal annars á um nýjar heimildir til að handtaka menn sem eru grunaðir um að vera viðriðnir hryðjuverkastarfsemi, úrskurða menn í stofufangelsi, setja útgöngubann og beita stafrænum persónunjósnabúnaði. Andstæðingar ríkisstjórnarmeirihluta Verkamannaflokksins á þingi gáfu til kynna eftir meira en sólarhrings samningatogstreitu að þeir myndu fallast á frumvarpið, með umsömdum breytingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×