Erlent

Jackson refsað fyrir óstundvísi?

Skrípalætin í kringum réttarhöldin yfir Michael Jackson virðast engan enda ætla að taka. Jackson mætti of seint í dómsalinn nú síðdegis eða þremur mínútum eftir þann frest sem dómarinn hafði sett sem síðustu forvöð fyrir söngvarann til að mæta. Búið var að gefa út handtökuskipun á hendur Jackson þegar hann loks mætti, afar veiklulegur að sjá og í náttbuxum enda hafði hann komið við á sjúkrahúsi vegna bakverkja. Vegna þessa gæti Jackson tapað tæplega 200 milljóna króna tryggingu sem sett var til höfuðs honum og jafnvel verið gert að sitja í varðhaldi það sem eftir lifir réttarhaldanna. Beðið er ákvörðunar dómarans um það hvort Jackson verður refsað fyrir þessa óstundvísi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×