Erlent

Tvísýnt með hryðjuverkafrumvarp

Fulltrúadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi umdeilt frumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu í bresku í lávarðadeildinni í dag og er talið að brugðið geti til beggja vona um hvort ríkisstjórn Tonys Blairs fái það samþykkt þar. Stjórnvöld í Bretlandi hafa þrýst á að frumvarpið verði að lögum fyrir vikulok þegar núverandi lög gegn hryðjuverkum falla úr gildi. Takist ekki að fá frumvarpið samþykkt neyðast yfirvöld að sleppa lausum föngum sem verið hafa í haldi í þrjú ár í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×