Erlent

Kveikti í sér við lögreglustöð

Lögreglu í Ontario í Kanada tókst í gær að bjarga manni sem hafði kveikt í sjálfum sér. Maðurinn lagði pallbíl sínum utan við lögreglustöð í borginni og hóf þar mikil læti. Hann öskraði út um glugga bílsins og veifaði þaðan sígarettukveikjara. Síðan greip maðurinn til þess að hella yfir sig allan úr olíubrúsa. Þegar þarna var komið sögu ákváð lögreglan að grípa inn í og keyrði utan í bíl mannsins þegar hann virtist ætla að aka af stað. Maðurinn lét sér þó ekki segjast og kveikti í sjálfum sér. En lögreglumenn sýndu mikið snarræði og náðu að kippa manninum út úr bílnum og henda honum á jörðina þar sem slökkviliðsmenn gátu svo slökkt í logandi fötum mannsins. Enn er ekki vitað hvers vegna þetta æði greip manninn og ekki hafa fengist neinar upplýsingar um líðan hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×