Fleiri fréttir

Maskhadov sagður felldur

Rússneskir sérsveitarmenn hafa fellt leiðtoga aðskilnaðarsinna í Tsetsjeníu, Aslan Maskhadov, að því er fullyrt var í rússneskum fjölmiðlum í gær. Gráskeggjað lík sem líktist Maskhadov var sýnt á NTV-sjónvarpsstöðinni, og fulltrúi Tsjetsjena í London, Akhmed Zakajev, tjáði útvarpsstöðinni Ekho Moskvy að Maskhadov væri sennilega allur.

Skotbardagi á Vesturbakkanum

Til skotbardaga kom nærri borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Tveir Ísralesmenn slösuðust í bardögum við palestínska uppreisnarmenn. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem til átaka kemur á svæðinu í kjölfar friðsælla vikna eftir vopnahlé sem samið var um 8. febrúar.

Fleiri Munch-málverkum stolið

Enn hefur málverkum eftir Edvard Munch verið stolið í Noregi. Þremur málverkum eftir Munch var stolið á hóteli fyrir utan bæinn Moss í Austfold í Noregi í gærkvöldi. Ránið var kært til lögreglu skömmu eftir klukkan ellefu en ennþá hefur ekkert til málverkanna spurst.

Talabani næsti forseti Íraks

Kúrdinn Jalal Talabani verður næsti forseti Íraks að sögn talsmanns hans. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanninum að bandalag Sjíta hafi samþykkt Talabani sem forseta, gegn því að Sjítinn Ibrahim al-Jafaari verði næsti forsætisráðherra landsins.

Stjórnmálaleiðtogar segja af sér

Stjórnmálaleiðtogar víða um heim segja nú af sér hver á fætur öðrum. Forseti Bólívíu hefur ákveðið að segja af sér í dag í kjölfar mikillar gagnrýni fyrir slaka stefnu í efnahagsmálum. Undanfarna daga hefur almenningur safnast saman á götum úti og farið fram á afsögn hans. 

Hungursneyð yfirvofandi í N-Kóreu

Íbúar Norður-Kóreu þurfa 500 þúsund tonn af matvælum frá alþjóðasamfélaginu á þessu ári. Að öðrum kosti eru milljónir Norður-Kóreumanna í hættu vegna hungursneyðar.

Varar uppreisnarmenn í Súdan við

Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur varað uppreisnarmenn í Darfur-héraði í Súdan við því að haldi þeir áfram að ráðast á lögreglu og starfsmenn hjálparstofnana í héraðinu, gætu þeir glatað allri samúð alþjóðasamfélagsins.

Írakar taka við stjórn öryggismála

Þjóðvarðlið Íraka hefur tekið við stjórn öryggismála í tíu af hættulegustu hverfum höfuðborgarinnar Bagdad. Bandaríska dagblaðið <em>Chicago Tribune</em> greinir frá því að síðan kosningunum í Írak lauk hafi Bandaríkjaher smátt og smátt fært völdin á þessum stöðum í hendur Íraka.

Saab framleiddur í Þýskalandi

Eitt af óskabörnum Svíþjóðar er á leiðinni frá Svíþjóð. Saab-bíllinn, sem hefur verið framleiddur í Svíþjóð síðan 1946, verður í framtíðinni framleiddur í Þýskalandi.

CIA pyntar grunaða hryðjuverkamenn

Bandaríska leyniþjónustan CIA stundar pyntingar á föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hún fer í kringum lög sem banna pyntingar í Bandaríkjunum með því að flytja grunaða menn með flugvélum leyniþjónustunnar til landa þar sem pyntingar eru umbornar.

Mansal á 56 börnum

Lögreglan í Nígeríu handtók konu í morgun fyrir mansal 56 barna. Hún var á leið til höfuðborgarinnar, Lagos, í flutningabíl notuðum fyrir frosin matvæli.

Þúsundum barna og kvenna nauðgað

Tugþúsundum barna og kvenna hefur verið nauðgað í Austur-Kongó á síðustu árum samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Human Right Watch. Þau segja stjórnarhermenn og uppreisnarmenn ganga skipulega til verks og að fórnarlömbin séu frá fjögurra mánaða gömlum börnum til aldurhniginna gamalmenna.

Höfuð vanþróaðs tvíbura fjarlægt

Ellefu mánaða egypsk stúlka, sem fyrir mánuði gekkst undir aðgerð þar sem höfuð vanþróaðs tvíburasytkins hennar var fjarlægt frá líkama hennar, er nú á batavegi. Tvíburinn gat blikkað augum og brosað en var ófær um að lifa sjálfstæðu lífi. 

Líkur á morði aukast um 272%

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty Interantional gjalda konur sífellt hærri toll fyrir milljarða viðskipti sem fárar reglur eru til um. Áætlað er að nú séu 650 milljónir smávopna í heiminum sem flest eru í höndum karlmanna. Í skýrslunni kemur fram að í Bandaríkjunum eykst hættan á að kona verði myrt á heimili sínu um 272 prósent, ef byssa er til á heimilinu.

Kommúnistar halda völdum í Moldóvu

Kommúnistaflokkur Moldavíu, sem farið hefur með völd í þessu fátækasta landi Evrópu, fór með sigur úr býtum í þingkosningum sem fram fóru þar á sunnudag. Samkvæmt opinberum úrslitum kosninganna, sem birt voru í gær, fékk flokkurinn 46% atkvæða. Úrslitin tryggja flokknum einfaldan þingmeirihluta en ekki endurkjör flokksleiðtogans sem forseta. 

Ræningjarnir enn ófundnir

Ræningjarnir sem rændu þremur verkum eftir listmálarann Edvard Munch á hóteli í Noregi í gær eru enn ófundnir. Á meðal verkanna var sjálfsmynd listamannsins og mynd af sænska leikskáldinu August Strindberg.

Sendir til pyntingastjórna

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur á síðustu árum flutt fjölda grunaðra hryðjuverkamanna til landa þar sem pyntingar viðgangast. Mannréttindasamtök hafa mótmælt þessum flutningum harðlega.

Útör leyniþjónustumannsins í Róm

Útför ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Calipari, sem féll í árás bandarískra hermanna á bíl sem flutti ítölsku blaðakonuna Júlíönu Sgrena úr haldi mannræningja á föstudag og út á flugvöll, fór fram í Róm á Ítalíu í morgun. 

Sextíu börn í gámi

Rúmlega sextíu börn á aldrinum 5-14 ára fundust í gámi í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gær. Grunur leikur á að þau hafi átt að selja í þrældóm.

120 farast í fangelsisbruna

Í það minnsta 120 manns fórust í eldsvoða í fangelsi í Dóminíkanska lýðveldinu í gær. Tildrög eldsvoðans voru átök á milli glæpagengja um hverjir fengju að annast sölu á fíkniefnum og tóbaki innan fangelsins

Stjórnarmyndun í skugga ofbeldis

31 týndi lífi í Írak í hryðjuverkaárásum víðs vegar um landið og tugir manna særðust. Á meðan halda stjórnarmyndunarviðræður áfram af fullum krafti.

Hunsa boð Rússa

Forsetar Eistlands og Litháen hafa ákveðið að hunsa boð rússneskra stjórnvalda um að taka þátt í hátíðahöldum í Moskvu í maí vegna loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Forseti Lettlands hefur hins vegar þegið boðið.

Óvíst um endanlegt brotthvarf

Forsetar Sýrlands og Líbanons tilkynntu í gær að Sýrlendingar myndu safna hersveitum sínum í Líbanon saman í Bekaa-dalnum sem er við landamæri ríkjanna fyrir lok mánaðarins.

Vilja banna blótsyrðin

Munnsöfnuður enskra knattspyrnumanna þykir svo ljótur að uppeldisfrömuðir vilja láta banna útsendingar frá knattspyrnuleikjum á þeim tímum sem börn eru að horfa á sjónvarp svo að þau læri ekki blótsyrðin af fyrirmyndum sínum.

Lögreglan náði listaverkaþjófum

Bíræfnir þjófar stálu þremur myndum eftir Edvard Munch í Noregi á sunnudagskvöldið. Norska lögreglan náði þjófunum innan við sólarhring eftir að þeir stálu myndunum. Þetta var í annað skipti á tæpu hálfu ári sem verkum eftir meistarann er rænt.

Hjúkrunarfræðingur smitast

Greint hefur verið frá því að víetnamskur hjúkrunarfræðingur hafi smitast af fuglaflensunni. Grunur leikur á að hann hafi smitast af sjúklingum sem hann annaðist en það er þó ekki talið öruggt.

Gamalt morðmál tekið upp

Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa hafið rannsókn að nýju á morði á ónefndum Englendingi, 162 árum eftir að hann var myrtur.

Skuggi yfir samstarfi bandamanna

Ítalski leyniþjónustumaðurinn sem bandarískir hermenn skutu í Írak á föstudag var borinn til grafar með viðhöfn í Róm í gær. Mikil reiði ríkir á Ítalíu vegna atviksins.

Brottflutningur hefst innan skamms

Stjórnvöld Sýrlands og Líbanons náðu samkomulagi í dag um að Sýrlendingar hefji brottflutning hersveita sinna frá Líbanon þegar í þessum mánuði. Forsetar ríkjanna, Bashar al-Assad og Emil Lahoud, hittust á fundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag.

Danir með hæsta tímakaup í Evrópu

Danir eru með hæsta tímakaup í Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu evrópsku atvinnuveitendasamtakanna. Íslendingar eru í 20. sæti og eru þeir með lægsta tímakaup allra Norðurlandabúa. Mjög hefur dregið saman með ríkum og fátækum ríkjum álfunnar og er það meðal annars þakkað dvínandi áhrifum verkalýðsforystunnar.

Þingkosningar í Moldavíu í dag

Kosið verður til þings í Moldavíu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að ekki verði breytingar á stjórn landsins, en Kommúnistarflokknum er spáð 46 prósentum atkvæða. Landð er eitt hið fátækasta í Evrópu.

Vona að eldurinn hafi dáið út

Engar eldtungur sáust í morgun leika frá olíuflutningaskipinu Fjord Champion við suðurstrendur Noregs og gera menn sér vonir um að eldurinn sem þar kviknaði í fyrrakvöld hafi dáið út. Enn rýkur úr skipinu. Eftir nokkrar klukkustundir ætti að vera mögulegt að fara um borð, en tveir dráttarbátar halda skipinu kyrru.

Íraksþing kemur saman 16. mars

Fyrsti fundur hins nýkjörna þjóðþings Íraks verður þann 16. mars næstkomandi. Standa vonir til þess að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir fundinn. Sjítar hafa tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherra, en þeir fengu flest atkvæði í kosningunum.

Fundu leifar tvífættrar veru

Leifar tvífættrar veru sem var uppi fyrir um fjórum milljónum ára hafa fundist í Eþíópíu. Ef rétt reynist er um að ræða elstu tvífættu veru sem sérfræðingar hafa greint og kann að breyta miklu um kenningar manna um uppruna mannsins. Ökklabein er talið sýna að veran gekk upprétt.

Átök magnast aftur í Afganistan

Þrír uppreisnarmenn og tveir almennir borgarar létust í átökum bandarískra hermanna og uppreisnarmanna í suðausturhluta Afganistans, nærri landamærum Pakistans, í síðustu viku. Frá þessu greindu bandarísk hermálayfirvöld í dag. Tveir bandarískir hermenn særðust lítillega í byssubardaganum. Ekki fæst gefið upp hvort borgararnir hafi orðið fyrir skotum hermanna eða uppreisnarmanna.

Taka lítið mark á Sýrlandsforseta

Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar taka lítið mark á loforði forseta Sýrlands um brottflutning sýrlenskra hersveita frá Líbanon og segja löngu kominn tíma á raunverulegar efndir.

Eldurinn virðist slokknaður

Eldurinn í olíuflutningaskipinu Fjord Champion við suðurstrendur Noregs virðist dáinn út. Skipið verður dregið að landi þar sem olíunni verður dælt af skipinu og skemmdir kannaðar.

Segir Bandaríkjaher ljúga

Blaðakonan Guiliana Sgrena segir söguna af björgun sinni úr höndum mannræningja í ítölsku dagblaði í dag. Hún segir bandarísku hermennina sem skutu á bílinn sem flutti hana í frelsið ekki hafa gefið neinar viðvaranir.

Segir herflutninga hefjast á morgun

Sýrlendingar hefja brottflutning herliðs síns frá Líbanon strax á morgun. Þetta fullyrti Abdul Rahim Mrad, varnarmálaráðherra Líbanons, í dag. Forsetar Sýrlands og Líbanons munu á morgun hittast í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, til þess að undirrita samkomulag um að sýrlenski herinn hverfi frá Líbanon og strax í kjölfarið verður hluti herliðsins fluttur til Beeka-dalsins og síðar til landamæra Líbanons og Sýrlands.

Bylgjur hröktu höfrunga á land

Leynileg kafbátaæfing bandaríska flotans er talin hafa orðið til þess að 60 höfrungar syntu upp í fjöru í Flórída í síðustu viku. Þriðjungur þeirra drapst eða var lógað en björgunarsveitir og sjálfboðaliðar björguðu hinum. Hugsanlegt er að öflugar hljóðbylgjur í mælitækjum sem eru notuð í kafbátum til að stjórna þeim og miða út skotmörk geti skaðað heila og heyrn sjávarspendýra, til dæmis hvala og höfrunga; þau verði svo rugluð í ríminu að þau syndi á land.

Kjötbollur af kvöldverðarborðinu

Kjúklingur og kjötsósa virðast hafa tekið við af kjötbollum sem vinsælasti kvöldmaturinn í Danmörku. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem matvælastofnun Danmerkur gerði nýverið og fjallað er um í danska blaðinu <em>Politiken</em>.

Blessaði lýðinn á sjúkrahúsi

Jóhannes Páll páfi annar kom stutta stund út í glugga á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm í morgun, þar sem hann dvelur nú vegna illvígrar flensu sem herjaði á hann, og blessaði mannfjöldann sem þar var saman kominn. Samkvæmt fréttaskeytum virkað páfi veikburða og er ekki búist við að hann yfirgefi sjúkrahúsið á næstunni.

Berjast saman gegn hryðjuverkum

Pakistan og Úsbekistan samþykktu í dag að berjast saman gegn hryðjuverkum í löndunum tveimur og herða eftirlit við landamæri sín. Þá er í burðarliðnum samkomulag þar sem kveðið á um framsal úsbeskra hryðjuverkamanna í Pakistan til Úsbekistans og öfugt.

Herör skorin upp gegn klámi

Borgaryfirvöld í Moskvu eru búin að fá nóg af siðspillingunni sem þau telji að einkenni borgina og hafa sagt kynlífsleikfangabúðum stríð á hendur.

200 al-Kaídamenn í Bretlandi

Fyrrverandi yfirmaður Lundúnalögreglunnar, staðhæfði í blaðagrein um helgina að allt að tvö hundruð hryðjuverkamenn á snærum al-Kaída væru í Bretlandi og þeir gætu látið til skarar skríða hvenær sem er.

Sjá næstu 50 fréttir