Erlent

Skutu ekki viljandi á bíl Sgrena

Bandaríkjastjórn þvertekur með öllu fyrir það að bandarískir hermenn hafi skotið viljandi á bíl ítölsku blaðakonunnar Juliönu Sgrena á laugardaginn. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær fráleitt að halda þessum möguleika fram. Sjálf segir Screna alls ekki útilokað að árásin á bíl hennar hafi verið viljaverk. Hún slasaðist í árásinni og leyniþjónustumaðurinn Nicola Calipari lést. Bæði ítölsk stjórnvöld og yfirmenn Evrópusambandsins hafa krafist þess að rannsókn fari fram á hvað olli árásinni. George Bush Bandaríkjaforseti hefur orðið við því og rannsóknin er þegar hafin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×