Erlent

Fimm spænskir lögreglumenn létust

Fimm spænskir lögreglumenn létu lífið þegar flutningabílstjóri sofnaði undir stýri og ók á þá á umferðareftirlitsstöð á þjóðvegi snemma í morgun. Flutningabílstjórinn slasaðist lítils háttar í árekstrinum sem varð um 70 kílómetra norður af Madrid. Umferðareftirlitsstöðin hafði nýlega verið tekin í notkun til að auka öryggi eftir hryðjuverkaárásirnar sem urðu 191 manni að bana í Madrid fyrir ári síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×