Erlent

Húsnæðisverð hækkar alls staðar

Það er ekki bara á Íslandi sem verð á húsnæði hefur rokið upp á við. Í nýlegri úttekt tímaritsins Economist kemur fram að á undanförnum sjö árum hefur hækkun húsnæðisverðs farið langt fram úr hækkun launa nær alls staðar í veröldinni. Á síðastliðnu ári hækkaði verð á húsnæði um meira en fimmtán prósentustig í Frakklandi og á Spáni og meira en tíu prósent í Bandaríkjunum og Bretlandi. Tímaritið spáir því að þessi þróun muni hvergi halda áfram á Vesturlöndum og að verðhækkanir muni í mesta lagi halda í við verðbólgu á komandi árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×