Erlent

Lofar skjótri og nákvæmri rannsókn

MYND/AP
George Bush Bandaríkjaforseti hefur lofað skjótri og nákvæmri rannsókn á skotárásinni þar sem ítalski leyniþjónustumaðurinn Nicola Calipari lést og blaðakonan Giuliana Sgrena særðist, en Calipari hafði skömmu áður fengið Sgrena lausa úr höndum mannræningja í Írak. Fulltrúar Bandaríkjahers hafa sagt að þeir hafi ekki vitað að von væri á bifreið þeirra Caliparis og Sgrena og bílstjórinn hafi ekki virt viðvaranir og merki hermanna um að stöðva bifreiðina. Ítalir segja hins vegar að bíllinn hafi verið á hægri ferð, búið hafi verið að láta vita af ferðum hans og engin viðvörun hafi verið gefin áður en skothríðin hófst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×