Erlent

Barnaníðingar fyrir dóm

Vitnaleiðslur hefjast í dag yfir sakborningum í umfangsmesta kynferðisafbrotamáli franskrar réttarsögu. 66 manns eru grunaðir um að hafa misnotað 45 börn á árunum 1999-2002 í franska bænum Angers. Sum fórnarlambanna voru kornabörn þegar misnotkunin átti sér stað. Í dag verða meintir höfuðpaurar málsins leiddir fyrir réttinn, tveir bræður og tvær systur. Mörgum barnanna var ítrekað naugðað í íbúð annars bróðurins en systkinin eru sögð hafa leyft kunningjum sínum að misnota börnin gegn smávægilegri greiðslu. Ævilangt fangelsi bíður systkinanna verði þau fundin sek en aðrir gætu fengið vægari dóma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×