Erlent

Sprengjuárásir á Indlandi

Tíu sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í Assam-ríki á Indlandi í dag. Einn maður lést og fjórir slösuðust og verslanir, farartæki og lögreglustöð skemmdust. Sprengjunum hafði flestum verið komið fyrir á mannmörgum mörkuðum og fyrir utan sjúkrahús. Svokölluð frelsissamtök Asom eru grunuð um verknaðinn en þau berjast fyrir sjálfstæði Assam-ríkis. Íbúar þar eru um 26 milljónir. Samtökin segja ríkisstjórnina arðræna Assam sem framleiðir mikið af tei og olíu. Þau höfnuðu öllum friðarviðræðum í desember þar sem þau gátu ekki sæst á það skilyrði ríkisstjórnarinnar að hætta öllum hryðjuverkum og ofbeldi fyrst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×