Erlent

Losa sig ekki við álagastein

Borgaryfirvöld í Carlisle hafa hafnað beiðni borgarráðsmannsins Jims Tootles um að eyðlileggja álagastein í einu af söfnum borgarinnar. Tootle telur að steinninn hafi kallað ógæfu yfir borgina þegar hann var fluttur á safnið árið 2001, en síðan þá hafa flóð og gin- og klaufaveiki herjað á borgina og nágrenni auk þess sem atvinnuleysi hefur aukist og íþróttaliðum frá borginni hefur vegnað illa í mótum. Á steininn er áletruð bölvun sem erkibiskupinn í Glasgow ritaði á 16. öld og var ætluð gegn þeim sem fóru með ránshendi og ofbeldi um svæðið á þeim tíma. Deilur um steininn hafa vakið heimsathygli og hefur ísraelski miðillinn Uri Geller boðist til að aðstoða íbúa Carlisle-borgar við að hrekja á brott ill öfl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×