Erlent

Lækning við slæmu þunglyndi?

Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar. Læknar í Toronto í Kanada reyndu meðferðina á sex sjúklingum með viðvarandi og alvarlegt þunglyndi. Hjá fjórum þeirra hvarf þunglyndið algjörlega og hefur ekki komið aftur þó að ár sé liðið síðan meðferðin hófst. Þó að úrtakið sé afar lítið þykja niðurstöðurnar mjög athyglisverðar og þegar hefur verið ákveðið að ráðast í frekari rannsóknir á meðferðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×