Erlent

Lækna sykursýki með frumutilfærslu

Læknar í Bretlandi telja sig hafa fundið lækningu við meðfæddri sykursýki. Lækningin felst í því að færa frumur á milli líffæra sjúklinganna.  Þessi byltingakennda aðferð hefur þegar verið reynd á nokkrum sjúklingum í Bretlandi með góðum árangri. Í tveimur tilvikum þurfa sjúklingarnir enn að taka inn litla skammta af insúlíni en í einu tilvikinu er afleiðingin sú að sjúklingurinn er algerlega laus við að taka inn insúlín til að halda sykursýki sinni í skefjum. Þetta er 61 árs gamall karlmaður sem fór í þrjár aðgerðir, þá fyrstu í september síðastliðnum og þá síðustu í lok janúar. Hann segir lífið allt annað nú, honum hafi ekki liðið eins vel í þrjátíu ár. Aðgerðin felst í því að tilteknar heilbrigðar frumur eru færðar úr briskirtli í lifur þar sem þær byrja að framleiða insúlín sjálfar. Læknar binda miklar vonir við þessar aðgerð en segja þó ljóst að hún eigi ekki eftir að henta öllum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×