Erlent

Mótmæla ofbeldi lögreglu

Flestir þeirra 1400 lögfræðinga sem starfa í Túnis fóru í verkfall í dag til að mótmæla ofbeldi lögreglumanna. Málið snýst ekki um að lögreglan beiti skjólstæðinga þeirra ofbeldi heldur lögfræðingana sjálfa. Lögreglan réðst inn í dómssal á dögunum og dró fimmtíu lögfræðinga út með valdi en þeir voru þar til að verja starfsfélaga sinn sem er í fangelsi fyrir að hafa gagnrýnt ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin segir hann í haldi fyrir að hafa beitt kvenkyns starfsfélaga sinn ofbeldi. Lögfræðingarnir segja verkfallið munu standa þar til félagi þeirra verður leystur úr haldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×