Erlent

Mæti fyrir dómara eftir dauðdaga

39 ára gamall Ítali sem læknar segja að eigi hálft ár eftir ólifað var í dag sagt að koma aftur eftir 14 mánuði til að hlýða á niðurstöðu dóms í máli mannsins gegn tryggingafyrirtæki. Maðurinn, Carmelo Cisabella, lenti í mótorhjólaslysi fyrir rúmum áratug, er í hjólastól og fékk í kjölfarið banvæna mænusýkingu. Samkvæmt samkomulagi við tryggingafyrirtækið sem hann skipti við átti hann að fá rúmar 34 milljónir króna í bætur en hann ákvað að fara í mál til að flýta fyrir útborgun bótanna. Cisabella hefur nú hlekkjað sig við dómhúsið og neitar að fara fyrr en hann fær úrlausn sinna mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×