Erlent

3 Frökkum sleppt frá Guantanamó

Þremur Frökkum var í gær sleppt úr haldi frá fangabúðunum á Guantanamó á Kúbu. Þeir hafa verið í haldi þar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan í árslok 2001, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Þeir komu til Frakklands í gær og voru þegar færðir til yfirheyrslu vegna grunsemda um að þeir tengist hryðjuverkastarfsemi. Þeir voru síðustu Frakkarnir sem haldið var á Guantanamó en fjórum Frökkum var sleppt þaðan í júlí í fyrra. Þeir hafa síðan verið í gæsluvarðhaldi í Frakklandi vegna grunsemda um tengsl við hryðjuverkasamtök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×