Erlent

Vita ekkert um morð í Qaim

Yfirvöld í Írak kunna engar skýringar á líkum af nítján mönnum sem fundust skotnir til bana í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Fólkið, átján karlmenn og ein kona, var allt klætt í borgaraleg föt og fannst á akri skammt fyrir utan bæinn. Svo virðist sem það hafi verið myrt fyrir allt að viku. Í gær fundust höfuðlaus lík af fimmtán mönnum í ónotaðri herstöð skammt fyrir sunnan Bagdad og voru sum af konum og börnum. Yfirvöld telja að þar hafi glæpamenn frekar en uppreisnarmenn verið að verki. Þá létust að minnsta kosti þrír og meira en tuttugu særðust í sprengjuárás sem gerð var í grennd við hótel í miðborg Bagdad í nótt. Á hótelinu gista margir vestrænir samningamenn og er talið að árásin hafi beinst gegn þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×