Erlent

Skjálfti lokar gullnámu í S-Afríku

42 námuverkamenn eru fastir í gullnámu í Suður-Afríku í kjölfar jarðskjálfta þar í morgun. Samkvæmt fréttaskeytum lokuðust sum ganganna í námunni í skjálftanum en björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að bjarga lífi þeirra sem lokaðir eru inni. Þeir eru sagðir vera um 2,4 kílómetra undir yfirborði jarðar en með einhverjar súrefnis- og vantsbirgðir. Skjálftinn í morgun mældist 5 á Richter og átti upptök sín nærri bænum Stilfontein, 155 kílómetra suðvestur af Jóhannesarborg. 38 manns meiddust í skjálftanum en enginn þeirra alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×