Erlent

Ekki tengsl á milli ránanna

Ólíklegt er talið að fundur listaverkanna þriggja eftir Norðmanninn Edvard Munch, sem stolið var af hóteli í Moss í fyrrakvöld, og handtaka nokkurra manna í kjölfarið, muni leiða til þess að þau málverk listamannsins sem rænt var á síðasta ári komi í leitirnar. Frægasta verki Munhcs, Ópinu, ásamt verki sem kallast Madonna var rænt af Munch-safninu í Ósló síðastliðið haust. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan og að sögn norsku lögreglunnar er talið að þeir sem handteknir voru í gær tengist á engan hátt hvarfi þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×