Erlent

Maskhadov drepinn?

Tsjetsjenski skæruliðaleiðtoginn Aslan Maskhadov hefur verið drepinn af rússneskum hermönnum að sögn fjölmiðla í Rússlandi. Þeir birtu mynd af meintu líki hans í dag en ekki hefur endanlega verið staðfest að líkið sé af Maskhadov. Mashkadov hefur verið einn alræmdasti leiðtogi tsjetjenskra skæruliðahópa í mörg ár og er meðal annars talinn eiga stóran hlut að máli í gíslatökunni í Beslan á síðasta ári þar sem hundruð barna létust, sem og í gíslatöku í leikhúsi í Moskvu árið 2002 sem kostaði fjölda fólks lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×