Erlent

Nýtt afbrigði af HIV-veirunni

Nýtt afbrigði af HIV-veirunni, sem lyf bíta ekki á, fannst í manni í New York í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Það sem sérfræðingar óttast mest við þetta nýja afbrigði er að það virðist leiða mun fljótar til alnæmis en veiran gerir alla jafna. Ámóta afbrigði veirunnar hefur áður fundist en aldrei í þeirri mynd að ekki sé hægt að halda henni niðri með lyfjum. Enn sem komið er hefur þetta nýja afbrigði HIV-veirunnar aðeins fundist í einum manni en alnæmissérfræðingar í New York hafa fyrirskipað að allir sem nýlega hafa greinst með HIV-veiruna verði nú skoðaðir með það fyrir augum að um hið nýja afbrigði kunni að vera að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×