Erlent

Sannfærður um að deilum sé lokið

Mahmoud Abbas, nýkjörinn leiðtogi Palestínumanna, segist sannfærður um að langvinnum deilum Palestínumanna og Ísraelsmanna sé í raun lokið. Í viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times í gær sagði Abbas að málflutningur Ariels Sharons í garð Palestínumanna væri gjörbreyttur og að í sameiningu væru leiðtogarnir tveir staðráðnir í að binda enda á ófriðinn. Sérstaklega sagðist Abbas ánægður með staðfestu í málflutningi Sharons um brottfuttning frá Gaza-ströndinni þrátt fyrir mikinn þrýsting frá flokksfélögum hans um hið gagnstæða. Í gær samþykkti þingið í Ísrael að láta fimm hundruð palstínska fanga lausa og þykir það renna frekari stoðum undir orð Abbas. Þá heimsótti Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, bæði Abbas og Sharon í gær og hrósaði þeim fyrir þá þróun sem hefði átt sér stað undanfarnar vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×