Erlent

Ísrael á krossgötum

Ísraelar þurftu að stíga sársaukafull skref til að vinna að friði, sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem með Samtökum erlendra fréttamanna. Hann vísaði til ákvörðunar sinnar um að leggja niður byggðir landtökumanna á Gaza og hluta Vesturbakkans. Sharon sagði að Ísrael væri á krossgötum eftir friðarráðstefnuna með Palestínumönnum í síðustu viku. Hann sagði ráðstefnuna sýna að koma mætti friði á ef endi yrði bundinn á ofbeldisverkin sem hafa verið í algleymingi í Mið-Austurlöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×