Fleiri fréttir Ólga meðal almennings í Bretlandi Methagnaður hjá olíufélögunum Shell og BP í Bretlandi hefur valdið mikilli ólgu meðal þarlendra neytenda sem þykir sýnt að gríðarlegur hagnaðurinn sé bein afleiðing hárrar álagningar fyrirtækjanna á bensín og olíur. 9.2.2005 00:01 Ferðaþjónusta skilar fátækum litlu Vestrænir aðilar, hótelkeðjur og afþreyingarfyrirtæki hvers konar, hirða megnið af því fé sem vestrænir ferðalangar skilja eftir í mörgum af þeim fátækari löndum heims sem eru vinsæl meðal erlendra ferðamanna og er því ferðaþjónusta víða ekki að skila þeim tekjum í ríkiskassann sem margir hafa reitt sig á. 9.2.2005 00:01 Alnæmislyf prófuð á fólki Tilraunalyf gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi eru nú reynd á fólki á Indlandi en Indverjar eru meðal þeirra þjóða þar sem alnæmisfaraldurinn er hvað verstur og er talið að allt að 5,5 milljónir manna séu sýktar. 9.2.2005 00:01 Engar nærur takk! Táningar og ungmenni í Virginíu í Bandaríkjunum gætu mörg hver þurft að endurskoða fatasmekk sinn eftir að ríkisþingið samþykkti að sekta alla þá sem létu skína í nærbuxur sínar eða g-strengi á almannafæri. 9.2.2005 00:01 Ekki huglausir heldur varkárir Herdómstóll á Ítalíu hefur vísað frá máli á hendur fjórum þyrluflugmönnum sem sakaðir voru um hugleysi þegar þeir neituðu að fljúga herþyrlum sínum vegna þess hve ótraustar þær voru. Fjórmenningarnir störfuðu í Írak í fyrra og eftir eina sendiferð á þyrlunum neituðu þeir að fara aftur í loftið og báru því við að eldflaugavarnarbúnaður þyrlnanna væri ófullnægjandi. 9.2.2005 00:01 Listi í sænskum miðlum í dag Stjórnvöld í Svíþjóð birtu í morgun lista yfir meira en 500 manns sem saknað er eða eru látnir eftir hamfarirnar í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Þetta gerðu þau í kjölfar úrskurðar stjórnsýsludómstóls, en fréttastofan TT kærði ákvörðun stjórnvalda til dómstólsins á þeim grundvelli að það skaðaði engan að birta nöfnin. 9.2.2005 00:01 Fjórir formenn segja af sér Reiknað er með átökum í danska Jafnaðarmannaflokknum eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér sem formaður flokksins. Hann ýjaði að því að stjórnarflokkarnir hefðu notast við ríkisfé í kosningabaráttunni. Þrír aðrir formenn tilkynntu einnig afsögn sína í gær. 9.2.2005 00:01 Hóta að hefja nýja áætlun Forseti Írans segir að landið geti tekið upp nýja stefnu í kjarnorkumálum sem hefði gríðarlegar afleiðingar ef viðræður við Evrópusambandið bera ekki árangur. 9.2.2005 00:01 Tugir særðust í sprengjuárás "Það sem bjargaði mér var tölvan mín," sagði Manuel Amenteros eftir að sprengja þeytti honum úr sæti sínu á skrifstofu í útjaðri Madrídar í gærmorgun. 43 særðust þegar bíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp frammi fyrir skrifstofubyggingu. 9.2.2005 00:01 Breyta reglum um vinnutíma Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær að rýmka reglur um vinnutímalengd. Breytingin er afar umdeild en rúmlega 300 þúsund manns fóru í mótmælagöngu gegn breytingunni um helgina. 9.2.2005 00:01 Vill banna þjófavarnasírenur Breskur þingmaður hefur lagt fram lagafrumvarp sem setur takmörk fyrir því hversu hátt og hversu lengi megi heyrast í þjófavarnakerfum bíla. 9.2.2005 00:01 Sá konuna í barnaklámsmyndbandi Leit er hafin að tveimur mönnum sem nauðguðu tólf ára stúlku fyrir tuttugu árum síðan að sögn Sky-fréttastofunnar. Stúlkan, sem nú er orðin fullorðin, hélt atvikinu leyndu fyrir fjölskyldu sinni og vinum. Eiginmaður hennar komst hins vegar að hinu sanna þegar hann sá fyrir tilviljun myndbandsupptöku sem nauðgararnir höfðu gert af nauðguninni. 9.2.2005 00:01 Messufall hjá páfa Jóhannes Páll II páfi var fjarverandi bænahald á öskudegi sem markaði upphaf páskaföstunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því hann var valinn páfi fyrir rúmum 26 árum sem slíkt gerist. 9.2.2005 00:01 Harry Potter selst grimmt Þrátt fyrir að enn séu fimm mánuðir þar til sjötta bókin um Harry Potter kemur út hafa meira en hundrað þúsund manns pantað eintak af henni hjá Bretlandsdeild netbókaverslunarinnar Amazon. 9.2.2005 00:01 Dregið úr ferðatakmörkunum Ísraelar hafa samþykkt að draga úr ferðahömlum á Vesturbakkanum á komandi vikum, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Þetta getur bætt aðstæður Palestínumanna verulega því vegatálmar og aðrar takmarkanir á ferðafrelsi hafa skert mjög lífsgæði almennings. 9.2.2005 00:01 Handtekinn vegna Bengtsson ránsins Einn hefur verið handtekinn grunaður um að eiga þátt í ráninu á sænska stórforstjóranum Fabian Bengtsson. Að sögn sænska Aftonbladet er hinn grunaði þekktur fyrir ofbeldisverk en lögreglan hefur neitað að upplýsa hver maðurinn er. 9.2.2005 00:01 Eignaðist börn með 59 daga bili Rúmensk kona eignaðist syni með tveggja mánaða millibili. Konan er með tvö leg og þó ein af hverjum 50 þúsund konum sé talin vera með tvö leg telja læknar þetta vera í fyrsta skipti sem kona verður ófrísk að tveimur börnum, sitt í hvoru leginu, samtímis. 9.2.2005 00:01 Íslendingur særist illa í Írak Cesar Arnar Sanchez, liðlega tvítugur íslenskur hermaður í Írak, særðist alvarlega í flugskeytaárás í Írak síðustu nótt. Hann hefur verið mánuð í Írak og er þetta önnur sprengjan sem hann verður fyrir á fjórum dögum. 9.2.2005 00:01 Kvenkyns kennari nauðgaði nemanda Tuttugu og sjö ára kvenkyns leikfimikennari í bænum McMinnville í Tennessee hefur verið ákærð fyrir að nauðga þrettán ára gömlum nemenda sínum. 9.2.2005 00:01 Morðóð systkini Systkini í Indiana í Bandaríkjunum hafa játað að hafa myrt móður sína og ömmu sína og afa. Upp komst um morðin þegar systkinin, sem eru 29 og 18 ára, voru stöðvuð fyrir of hraðan akstur. 9.2.2005 00:01 Minnsta barn í heimi komið heim Kornabarn sem vó tæplega eina mörk við fæðingu og var 23 sentímetrar á lengd er komið heim til sín. 9.2.2005 00:01 Ekki staðið við gefin loforð Margareta Wahlstrom, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir ríkisstjórnirnar sem ákveðið hafi að veita fjármunum til hjálpar- og uppbyggingarstarfs eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi aðeins hafa gefið brot af því sem lofað hafi verið. 9.2.2005 00:01 Hjálparstarfsmenn að smygla? Hernaðaryfirvöld á Srí Lanka saka hóp hjálparstarfsmanna um að hafa reynt að smygla efni til sprengjugerðar inn í landið með hjálparvarningi. Varningurinn var sendur frá Bretlandi og átti að fara á svæði þar sem Tamil-tígrar ráða ríkjum. 8.2.2005 00:01 Kúrdar vinna á Stærsti flokkur Kúrda hefur unnið mjög á í kosningunum í Írak eftir að stór hluti atkvæða í norðurhluta landsins hefur verið talinn. Nú hafa Kúrdarnir nærri fjórðungsfylgi og að sama skapi hefur fylgi bandalags Sjíta fallið úr 67 prósentum talinna atkvæða niður í rétt rúmlega helming. 8.2.2005 00:01 Sprengdu upp brautarteina Skæruliðar í Pakistan sprengdu í morgun upp brautarteina sem liggja frá borginni Quetta í suðurhluta landsins. Lestarsamgöngur til og frá borginni eru þar með lamaðar sem stendur en unnið er að viðgerðum. 8.2.2005 00:01 4 ára í bíltúr Fjögurra ára gamall drengur frá Michigan í Bandaríkjunum brá á það ráð að stelast til þess að keyra bíl mömmu sinnar í því augnamiði að ná sér í tölvuleik sem hann langaði í. Drengurinn náði að koma bílnum í gír og keyra hann eina 700 metra í búðina þar sem leikinn góða var að finna. 8.2.2005 00:01 Dean formaður Demókrataflokksins Howard Dean, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, verður næsti formaður bandaríska Demókrataflokksins. Eini keppinautur hans dró framboð sitt til baka í gærkvöldi. 8.2.2005 00:01 Hubble-sjónaukinn brotlendir Geimsjónaukinn Hubble er á leiðinni til jarðar. Lendingin verður ekki mjúk því hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA telja menn Hubble úreltan og ætla að láta hann brotlenda til að koma í veg fyrir að hann verði að geimrusli á sporbraut um jörðu. Mikið slíkt rusl er á sveimi þar og veldur bæði skemmdum á gervihnöttum og öðrum búnaði. 8.2.2005 00:01 23 látnir í Írak Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið í Írak í morgun. Tuttugu og einn lést og 27 slösuðust í sprengjuárás sem varð nærri ráðningarstöð hersins í Bagdad. Þá reyndu uppreisnarmenn að myrða stjórnmálamann í vesturhluta borgarinnar í morgun. Hann komst lífs af en tveir synir hans voru myrtir. 8.2.2005 00:01 Afsögn páfa hugsanleg Afsögn páfa er hugsanleg. Æðsti embættismaður Páfagarðs léði í gærkvöldi máls á því og olli með því töluverðu uppnámi. 8.2.2005 00:01 Tímamótaávarp frá Rice Allir viðmælendur Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á Ítalíu veiktust og afboðuðu fundi sína með henni í morgun. Búist er við tímamótaávarpi frá henni í París síðdegis. 8.2.2005 00:01 Saka hvor annan um hræðsluáróður Spennan magnast á kjördegi í Danmörku. Tveir stærstu flokkarnir saka hvor annan um hræðsluáróður í dagblaðaauglýsingum. Stjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun en bæði Venstre og jafnaðarmenn missa þingsæti. Sighvatur Jónsson er í Danmörku. 8.2.2005 00:01 Mannræningjarnir í sigtinu? Svo virðist sem sænska lögreglan sé á hælunum á ræningjunum sem rændu forstjóra verslunarkeðjunnar SiBa fyrir þremur vikum. Dómstóll í Gautaborg gaf í morgun út alþjóðlega handtökuskipun á hendur manni sem hún telur að dvelji utan Svíþjóðar. 8.2.2005 00:01 Friðaryfirlýsingar væntanlegar Sitthvor friðaryfirlýsingin er væntanleg í dag frá leiðtogum Palestínumanna og Ísraels en þeir hittust í morgun á friðarfundi í Egyptalandi. Samkvæmt því sem Raanan Gissin, talsmaður Ísraelsstjórnar, greindi frá í morgun munu Palestínumenn byrja á því að lýsa því yfir að ofbeldisverkum gegn Ísraelum verði hætt. 8.2.2005 00:01 Ítalska blaðakonan aflífuð? Hópur herskárra uppreisnarmanna í Írak segist hafa tekið ítölsku blaðakonuna, Giuliana Sgrena, af lífi. Hópurinn sendi tilkynningu frá sér í dag. Giuliönu var rænt á föstudag af öðrum hópi en nú segist hafa líflátið hana. 8.2.2005 00:01 Meirihlutinn sá sami Nýjustu skoðanakannanir Gallups benda til þess að þingmeirihluti hægri stjórnar Anders Fogh Rassmussens verði nákvæmlega sá sami eftir kosningar og hann er í dag, eða 98 sæti gegn 77 sætum stjórnarandstöðunnar. Engu að síður benda kannanir til þess að stærstu flokkar beggja blokka tapi fylgi en að minni flokkarnir bæti við sig. 8.2.2005 00:01 Vopnahlé í Miðausturlöndum Leiðtogar Ísraels og Palestínu lýstu yfir vopnahléi eftir fund þeirra í Egyptalandi í dag en þjóðirnar hafa átt í blóðugri styrjöld síðastliðin fjögur ár. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að nú væri von á betri framtíð í Miðausturlöndum í fyrsta sinn í langan tíma og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tók í sama streng. 8.2.2005 00:01 Dollý-klónarar snúa sér að mönnum Vísindamennirnir sem klónuðu ána Dollý á sínum tíma hafa fengið leyfi til að klóna fósturvísa úr konum í því skyni að rannsaka sjúkdóma sem tengjast hreyfitaugakerfi mannsins. 8.2.2005 00:01 Hermenn sviptir orðum Ellefu bandarískir landgönguliðar hafa verið sviptir heiðursmerkjum sem þeir fengu eftir að þeir særðust í Írak. Þegar kom í ljós að hermennirnir höfðu særst í slysum en ekki bardögum voru þeir sviptir orðum sem þeir fengu að því er bandaríska dagblaðið Washington Post segir. 8.2.2005 00:01 Ný friðarvon vaknar Leiðtogar Ísraels og Palestínu stigu skref í átt til friðar þegar þeir lýstu í gær yfir vopnahléi eftir meira en fjögurra ára átök. Mikið verk er þó enn óunnið og verða margvísleg mál sem tengjast friðarferlinu rædd á næstu vikum og mánuðum. 8.2.2005 00:01 Verkamannaflokkurinn í sókn Breski Verkamannaflokkurinn ynni öruggan sigur á andstæðingum sínum ef bresku þingkosningarnar færu fram í dag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Populus fyrir breska dagblaðið The Times. 8.2.2005 00:01 Handtökubeiðni vegna mannráns Sænska lögreglan hefur fyrirskipað handtöku manns sem grunaður er um að eiga þátt í ráninu á sænska forstjóranum Fabian Bengtsson. Maðurinn er lagður á flótta og farinn frá Svíþjóð. 8.2.2005 00:01 Horfum til framtíðar Það er tími til kominn að snúa sér frá ágreiningsefnum fortíðarinnar og horfa til framtíðar, sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ávarpi hennar við stjórnmálaakademíu Parísar. Hún vísaði þar til ágreiningsins um innrásina í Írak. 8.2.2005 00:01 Vígamenn breyta aðferðum sínum Aðferðir vígamanna virðast hafa breyst eftir því sem öryggisgæsla hefur verið efld til að koma í veg fyrir bílsprengjuárásir. Undanfarna daga hefur verið mikið um sjálfsmorðsárásir gangandi vígamanna sem hafa hlaðið sig sprengiefnum. 27 manns hið minnsta létu lífið í nokkrum árásum í Írak í gær. 8.2.2005 00:01 Tannburstun grennandi? Þeir sem eiga sér þá ósk heitasta að grennast en nenna hvorki að breyta um mataræði eða fara í líkamsrækt geta glaðst yfir nýjum rannsóknum sem gerðar voru á 14 þúsund manns í Japan. Þær benda nefnilega til þess að þeir sem bursti tennurnar eftir hverja máltíð séu grennri en annað fólk. 8.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ólga meðal almennings í Bretlandi Methagnaður hjá olíufélögunum Shell og BP í Bretlandi hefur valdið mikilli ólgu meðal þarlendra neytenda sem þykir sýnt að gríðarlegur hagnaðurinn sé bein afleiðing hárrar álagningar fyrirtækjanna á bensín og olíur. 9.2.2005 00:01
Ferðaþjónusta skilar fátækum litlu Vestrænir aðilar, hótelkeðjur og afþreyingarfyrirtæki hvers konar, hirða megnið af því fé sem vestrænir ferðalangar skilja eftir í mörgum af þeim fátækari löndum heims sem eru vinsæl meðal erlendra ferðamanna og er því ferðaþjónusta víða ekki að skila þeim tekjum í ríkiskassann sem margir hafa reitt sig á. 9.2.2005 00:01
Alnæmislyf prófuð á fólki Tilraunalyf gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi eru nú reynd á fólki á Indlandi en Indverjar eru meðal þeirra þjóða þar sem alnæmisfaraldurinn er hvað verstur og er talið að allt að 5,5 milljónir manna séu sýktar. 9.2.2005 00:01
Engar nærur takk! Táningar og ungmenni í Virginíu í Bandaríkjunum gætu mörg hver þurft að endurskoða fatasmekk sinn eftir að ríkisþingið samþykkti að sekta alla þá sem létu skína í nærbuxur sínar eða g-strengi á almannafæri. 9.2.2005 00:01
Ekki huglausir heldur varkárir Herdómstóll á Ítalíu hefur vísað frá máli á hendur fjórum þyrluflugmönnum sem sakaðir voru um hugleysi þegar þeir neituðu að fljúga herþyrlum sínum vegna þess hve ótraustar þær voru. Fjórmenningarnir störfuðu í Írak í fyrra og eftir eina sendiferð á þyrlunum neituðu þeir að fara aftur í loftið og báru því við að eldflaugavarnarbúnaður þyrlnanna væri ófullnægjandi. 9.2.2005 00:01
Listi í sænskum miðlum í dag Stjórnvöld í Svíþjóð birtu í morgun lista yfir meira en 500 manns sem saknað er eða eru látnir eftir hamfarirnar í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Þetta gerðu þau í kjölfar úrskurðar stjórnsýsludómstóls, en fréttastofan TT kærði ákvörðun stjórnvalda til dómstólsins á þeim grundvelli að það skaðaði engan að birta nöfnin. 9.2.2005 00:01
Fjórir formenn segja af sér Reiknað er með átökum í danska Jafnaðarmannaflokknum eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér sem formaður flokksins. Hann ýjaði að því að stjórnarflokkarnir hefðu notast við ríkisfé í kosningabaráttunni. Þrír aðrir formenn tilkynntu einnig afsögn sína í gær. 9.2.2005 00:01
Hóta að hefja nýja áætlun Forseti Írans segir að landið geti tekið upp nýja stefnu í kjarnorkumálum sem hefði gríðarlegar afleiðingar ef viðræður við Evrópusambandið bera ekki árangur. 9.2.2005 00:01
Tugir særðust í sprengjuárás "Það sem bjargaði mér var tölvan mín," sagði Manuel Amenteros eftir að sprengja þeytti honum úr sæti sínu á skrifstofu í útjaðri Madrídar í gærmorgun. 43 særðust þegar bíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp frammi fyrir skrifstofubyggingu. 9.2.2005 00:01
Breyta reglum um vinnutíma Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær að rýmka reglur um vinnutímalengd. Breytingin er afar umdeild en rúmlega 300 þúsund manns fóru í mótmælagöngu gegn breytingunni um helgina. 9.2.2005 00:01
Vill banna þjófavarnasírenur Breskur þingmaður hefur lagt fram lagafrumvarp sem setur takmörk fyrir því hversu hátt og hversu lengi megi heyrast í þjófavarnakerfum bíla. 9.2.2005 00:01
Sá konuna í barnaklámsmyndbandi Leit er hafin að tveimur mönnum sem nauðguðu tólf ára stúlku fyrir tuttugu árum síðan að sögn Sky-fréttastofunnar. Stúlkan, sem nú er orðin fullorðin, hélt atvikinu leyndu fyrir fjölskyldu sinni og vinum. Eiginmaður hennar komst hins vegar að hinu sanna þegar hann sá fyrir tilviljun myndbandsupptöku sem nauðgararnir höfðu gert af nauðguninni. 9.2.2005 00:01
Messufall hjá páfa Jóhannes Páll II páfi var fjarverandi bænahald á öskudegi sem markaði upphaf páskaföstunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því hann var valinn páfi fyrir rúmum 26 árum sem slíkt gerist. 9.2.2005 00:01
Harry Potter selst grimmt Þrátt fyrir að enn séu fimm mánuðir þar til sjötta bókin um Harry Potter kemur út hafa meira en hundrað þúsund manns pantað eintak af henni hjá Bretlandsdeild netbókaverslunarinnar Amazon. 9.2.2005 00:01
Dregið úr ferðatakmörkunum Ísraelar hafa samþykkt að draga úr ferðahömlum á Vesturbakkanum á komandi vikum, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Þetta getur bætt aðstæður Palestínumanna verulega því vegatálmar og aðrar takmarkanir á ferðafrelsi hafa skert mjög lífsgæði almennings. 9.2.2005 00:01
Handtekinn vegna Bengtsson ránsins Einn hefur verið handtekinn grunaður um að eiga þátt í ráninu á sænska stórforstjóranum Fabian Bengtsson. Að sögn sænska Aftonbladet er hinn grunaði þekktur fyrir ofbeldisverk en lögreglan hefur neitað að upplýsa hver maðurinn er. 9.2.2005 00:01
Eignaðist börn með 59 daga bili Rúmensk kona eignaðist syni með tveggja mánaða millibili. Konan er með tvö leg og þó ein af hverjum 50 þúsund konum sé talin vera með tvö leg telja læknar þetta vera í fyrsta skipti sem kona verður ófrísk að tveimur börnum, sitt í hvoru leginu, samtímis. 9.2.2005 00:01
Íslendingur særist illa í Írak Cesar Arnar Sanchez, liðlega tvítugur íslenskur hermaður í Írak, særðist alvarlega í flugskeytaárás í Írak síðustu nótt. Hann hefur verið mánuð í Írak og er þetta önnur sprengjan sem hann verður fyrir á fjórum dögum. 9.2.2005 00:01
Kvenkyns kennari nauðgaði nemanda Tuttugu og sjö ára kvenkyns leikfimikennari í bænum McMinnville í Tennessee hefur verið ákærð fyrir að nauðga þrettán ára gömlum nemenda sínum. 9.2.2005 00:01
Morðóð systkini Systkini í Indiana í Bandaríkjunum hafa játað að hafa myrt móður sína og ömmu sína og afa. Upp komst um morðin þegar systkinin, sem eru 29 og 18 ára, voru stöðvuð fyrir of hraðan akstur. 9.2.2005 00:01
Minnsta barn í heimi komið heim Kornabarn sem vó tæplega eina mörk við fæðingu og var 23 sentímetrar á lengd er komið heim til sín. 9.2.2005 00:01
Ekki staðið við gefin loforð Margareta Wahlstrom, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir ríkisstjórnirnar sem ákveðið hafi að veita fjármunum til hjálpar- og uppbyggingarstarfs eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi aðeins hafa gefið brot af því sem lofað hafi verið. 9.2.2005 00:01
Hjálparstarfsmenn að smygla? Hernaðaryfirvöld á Srí Lanka saka hóp hjálparstarfsmanna um að hafa reynt að smygla efni til sprengjugerðar inn í landið með hjálparvarningi. Varningurinn var sendur frá Bretlandi og átti að fara á svæði þar sem Tamil-tígrar ráða ríkjum. 8.2.2005 00:01
Kúrdar vinna á Stærsti flokkur Kúrda hefur unnið mjög á í kosningunum í Írak eftir að stór hluti atkvæða í norðurhluta landsins hefur verið talinn. Nú hafa Kúrdarnir nærri fjórðungsfylgi og að sama skapi hefur fylgi bandalags Sjíta fallið úr 67 prósentum talinna atkvæða niður í rétt rúmlega helming. 8.2.2005 00:01
Sprengdu upp brautarteina Skæruliðar í Pakistan sprengdu í morgun upp brautarteina sem liggja frá borginni Quetta í suðurhluta landsins. Lestarsamgöngur til og frá borginni eru þar með lamaðar sem stendur en unnið er að viðgerðum. 8.2.2005 00:01
4 ára í bíltúr Fjögurra ára gamall drengur frá Michigan í Bandaríkjunum brá á það ráð að stelast til þess að keyra bíl mömmu sinnar í því augnamiði að ná sér í tölvuleik sem hann langaði í. Drengurinn náði að koma bílnum í gír og keyra hann eina 700 metra í búðina þar sem leikinn góða var að finna. 8.2.2005 00:01
Dean formaður Demókrataflokksins Howard Dean, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, verður næsti formaður bandaríska Demókrataflokksins. Eini keppinautur hans dró framboð sitt til baka í gærkvöldi. 8.2.2005 00:01
Hubble-sjónaukinn brotlendir Geimsjónaukinn Hubble er á leiðinni til jarðar. Lendingin verður ekki mjúk því hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA telja menn Hubble úreltan og ætla að láta hann brotlenda til að koma í veg fyrir að hann verði að geimrusli á sporbraut um jörðu. Mikið slíkt rusl er á sveimi þar og veldur bæði skemmdum á gervihnöttum og öðrum búnaði. 8.2.2005 00:01
23 látnir í Írak Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið í Írak í morgun. Tuttugu og einn lést og 27 slösuðust í sprengjuárás sem varð nærri ráðningarstöð hersins í Bagdad. Þá reyndu uppreisnarmenn að myrða stjórnmálamann í vesturhluta borgarinnar í morgun. Hann komst lífs af en tveir synir hans voru myrtir. 8.2.2005 00:01
Afsögn páfa hugsanleg Afsögn páfa er hugsanleg. Æðsti embættismaður Páfagarðs léði í gærkvöldi máls á því og olli með því töluverðu uppnámi. 8.2.2005 00:01
Tímamótaávarp frá Rice Allir viðmælendur Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á Ítalíu veiktust og afboðuðu fundi sína með henni í morgun. Búist er við tímamótaávarpi frá henni í París síðdegis. 8.2.2005 00:01
Saka hvor annan um hræðsluáróður Spennan magnast á kjördegi í Danmörku. Tveir stærstu flokkarnir saka hvor annan um hræðsluáróður í dagblaðaauglýsingum. Stjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun en bæði Venstre og jafnaðarmenn missa þingsæti. Sighvatur Jónsson er í Danmörku. 8.2.2005 00:01
Mannræningjarnir í sigtinu? Svo virðist sem sænska lögreglan sé á hælunum á ræningjunum sem rændu forstjóra verslunarkeðjunnar SiBa fyrir þremur vikum. Dómstóll í Gautaborg gaf í morgun út alþjóðlega handtökuskipun á hendur manni sem hún telur að dvelji utan Svíþjóðar. 8.2.2005 00:01
Friðaryfirlýsingar væntanlegar Sitthvor friðaryfirlýsingin er væntanleg í dag frá leiðtogum Palestínumanna og Ísraels en þeir hittust í morgun á friðarfundi í Egyptalandi. Samkvæmt því sem Raanan Gissin, talsmaður Ísraelsstjórnar, greindi frá í morgun munu Palestínumenn byrja á því að lýsa því yfir að ofbeldisverkum gegn Ísraelum verði hætt. 8.2.2005 00:01
Ítalska blaðakonan aflífuð? Hópur herskárra uppreisnarmanna í Írak segist hafa tekið ítölsku blaðakonuna, Giuliana Sgrena, af lífi. Hópurinn sendi tilkynningu frá sér í dag. Giuliönu var rænt á föstudag af öðrum hópi en nú segist hafa líflátið hana. 8.2.2005 00:01
Meirihlutinn sá sami Nýjustu skoðanakannanir Gallups benda til þess að þingmeirihluti hægri stjórnar Anders Fogh Rassmussens verði nákvæmlega sá sami eftir kosningar og hann er í dag, eða 98 sæti gegn 77 sætum stjórnarandstöðunnar. Engu að síður benda kannanir til þess að stærstu flokkar beggja blokka tapi fylgi en að minni flokkarnir bæti við sig. 8.2.2005 00:01
Vopnahlé í Miðausturlöndum Leiðtogar Ísraels og Palestínu lýstu yfir vopnahléi eftir fund þeirra í Egyptalandi í dag en þjóðirnar hafa átt í blóðugri styrjöld síðastliðin fjögur ár. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að nú væri von á betri framtíð í Miðausturlöndum í fyrsta sinn í langan tíma og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tók í sama streng. 8.2.2005 00:01
Dollý-klónarar snúa sér að mönnum Vísindamennirnir sem klónuðu ána Dollý á sínum tíma hafa fengið leyfi til að klóna fósturvísa úr konum í því skyni að rannsaka sjúkdóma sem tengjast hreyfitaugakerfi mannsins. 8.2.2005 00:01
Hermenn sviptir orðum Ellefu bandarískir landgönguliðar hafa verið sviptir heiðursmerkjum sem þeir fengu eftir að þeir særðust í Írak. Þegar kom í ljós að hermennirnir höfðu særst í slysum en ekki bardögum voru þeir sviptir orðum sem þeir fengu að því er bandaríska dagblaðið Washington Post segir. 8.2.2005 00:01
Ný friðarvon vaknar Leiðtogar Ísraels og Palestínu stigu skref í átt til friðar þegar þeir lýstu í gær yfir vopnahléi eftir meira en fjögurra ára átök. Mikið verk er þó enn óunnið og verða margvísleg mál sem tengjast friðarferlinu rædd á næstu vikum og mánuðum. 8.2.2005 00:01
Verkamannaflokkurinn í sókn Breski Verkamannaflokkurinn ynni öruggan sigur á andstæðingum sínum ef bresku þingkosningarnar færu fram í dag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Populus fyrir breska dagblaðið The Times. 8.2.2005 00:01
Handtökubeiðni vegna mannráns Sænska lögreglan hefur fyrirskipað handtöku manns sem grunaður er um að eiga þátt í ráninu á sænska forstjóranum Fabian Bengtsson. Maðurinn er lagður á flótta og farinn frá Svíþjóð. 8.2.2005 00:01
Horfum til framtíðar Það er tími til kominn að snúa sér frá ágreiningsefnum fortíðarinnar og horfa til framtíðar, sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ávarpi hennar við stjórnmálaakademíu Parísar. Hún vísaði þar til ágreiningsins um innrásina í Írak. 8.2.2005 00:01
Vígamenn breyta aðferðum sínum Aðferðir vígamanna virðast hafa breyst eftir því sem öryggisgæsla hefur verið efld til að koma í veg fyrir bílsprengjuárásir. Undanfarna daga hefur verið mikið um sjálfsmorðsárásir gangandi vígamanna sem hafa hlaðið sig sprengiefnum. 27 manns hið minnsta létu lífið í nokkrum árásum í Írak í gær. 8.2.2005 00:01
Tannburstun grennandi? Þeir sem eiga sér þá ósk heitasta að grennast en nenna hvorki að breyta um mataræði eða fara í líkamsrækt geta glaðst yfir nýjum rannsóknum sem gerðar voru á 14 þúsund manns í Japan. Þær benda nefnilega til þess að þeir sem bursti tennurnar eftir hverja máltíð séu grennri en annað fólk. 8.2.2005 00:01