Erlent

Mannræningjarnir í sigtinu?

Svo virðist sem sænska lögreglan sé á hælunum á ræningjunum sem rændu forstjóra verslunarkeðjunnar SiBa fyrir þremur vikum. Dómstóll í Gautaborg gaf í morgun út alþjóðlega handtökuskipun á hendur manni sem hún telur að dvelji utan Svíþjóðar. Lögreglan veitir takmarkaðar upplýsingar um rannsókn málsins en segir þó að handtökuskipun hafi verið gefin út vegna hættu á að maðurinn fremji önnur afbrot eða raski rannsókn málsins. Hún segist vinna baki brotnu úr þeim upplýsingum sem Fabian Bengtsson veitti henni eftir að hafa verið í haldi mannræningjanna í 17 daga. Hann fannst á bekk í Gautaborg í síðustu viku en ekki er vitað hvort fjölskylda hans, sem er ein sú ríkasta í Svíþjóð, greiddi ræningjunum lausnargjald.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×