Erlent

Handtökubeiðni vegna mannráns

Sænska lögreglan hefur fyrirskipað handtöku manns sem grunaður er um að eiga þátt í ráninu á sænska forstjóranum Fabian Bengtsson. Maðurinn er lagður á flótta og farinn frá Svíþjóð. "Við vitum hvar hann er og hver hann er," sagði Peter Larsson saksóknari. Lögregla leitar nokkurra einstaklinga fyrir utan þann sem hefur verið gefin út handtökutilskipun á. Lögregla vill ekki gefa upp um hvaða fólk er að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×