Erlent

4 ára í bíltúr

Fjögurra ára gamall drengur frá Michigan í Bandaríkjunum brá á það ráð að stelast til þess að keyra bíl mömmu sinnar í því augnamiði að ná sér í tölvuleik sem hann langaði í. Drengurinn náði að koma bílnum í gír og keyra hann eina 700 metra í búðina þar sem leikinn góða var að finna. Þegar þangað var komið kom í ljós að búðin var lokuð og hélt stráksi því heim á leið á ný. Þegar hann nálgaðist innkeyrsluna heima hjá sér rakst hann utan í tvo kyrrstæða bíla og endaði svo á því að setja í bakkgír og keyra utan í lögreglubíl sem veitt hafði skrýtnu aksturslagi bílsins athygli. Drengurinn, sem segist hafa lært að keyra af tölvuleikjum, verður ekki sektaður og móðir hans verður ekki heldur gerð ábyrg fyrir athæfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×