Erlent

Ekki staðið við gefin loforð

Margareta Wahlstrom, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir ríkisstjórnirnar sem ákveðið hafi að veita fjármunum til hjálpar- og uppbyggingarstarfs eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi aðeins hafa gefið brot af því sem lofað hafi verið. Af þeim 65 milljörðum króna sem lönd víða um heim höfðu lofað í aðstoð hefur aðeins um þriðjungurinn skilað sér. Skilaboð Wahlstrom eru mjög skýr: "Vinsamlegast standið við loforðin og leggið reiðufé inn í bankann".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×