Erlent

Hermenn sviptir orðum

Ellefu bandarískir landgönguliðar hafa verið sviptir heiðursmerkjum sem þeir fengu eftir að þeir særðust í Írak. Þegar kom í ljós að hermennirnir höfðu særst í slysum en ekki bardögum voru þeir sviptir orðum sem þeir fengu að því er bandaríska dagblaðið Washington Post segir. "Ég sagði þeim að mér fyndist ég ekki eiga heiðursmerkið skilið," sagði Robert Arellano sem særðist þegar hann var að gera við bilaða byssu. Þó hann andmælti því þegar herinn vildi veita honum orðu var ekki hlustað á hann. Hann neitaði að bera orðuna en hefur nú verið sviptur henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×