Erlent

Hjálparstarfsmenn að smygla?

Hernaðaryfirvöld á Srí Lanka saka hóp hjálparstarfsmanna um að hafa reynt að smygla efni til sprengjugerðar inn í landið með hjálparvarningi. Varningurinn var sendur frá Bretlandi og átti að fara á svæði þar sem Tamil-tígrar ráða ríkjum. Innan um vatnsflöskur fundust þúsundir stálkúla sem gjarnan eru notaðar til sprengjugerðar. Málið er í rannsókn hjá stjórnvöldum og forsvarsmenn Tamil-tígra hafa neitað að tjá sig fyrr en þeir hafa séð varninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×