Erlent

Hubble-sjónaukinn brotlendir

Geimsjónaukinn Hubble er á leiðinni til jarðar. Lendingin verður ekki mjúk því hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA telja menn Hubble úreltan og ætla að láta hann brotlenda til að koma í veg fyrir að hann verði að geimrusli á sporbraut um jörðu. Mikið slíkt rusl er á sveimi þar og veldur bæði skemmdum á gervihnöttum og öðrum búnaði. Reyndar væri hægt að uppfæra Hubble og nota áfram um árabil en til þess vantar farartæki til að komast að sjónaukanum. Frá því að geimskutlan Columbia fórst í aðflugi hafa skutlurnar verið fastar á jörðu niðri og á meðan svo er er ekkert hægt að gera fyrir Hubble. Að auki er viðhaldið talið kostnaðarsamt og er meiri vilji fyrir því að nota fjármunina til að hanna nýja kynslóð geimskutlna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×