Erlent

Horfum til framtíðar

Það er tími til kominn að snúa sér frá ágreiningsefnum fortíðarinnar og horfa til framtíðar, sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ávarpi hennar við stjórnmálaakademíu Parísar. Hún vísaði þar til ágreiningsins um innrásina í Írak. "Bandaríkin eru reiðubúin að vinna með Evrópu að sameiginlegum hagsmunamálum okkar og Evrópa verður að vera reiðubúin að vinna með okkur," sagði hún. "Þegar upp er staðið, getur ekki farið svo að sagan dæmi okkur af ágreiningi okkar frekar en nýjum afrekum okkar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×