Erlent

Vígamenn breyta aðferðum sínum

Aðferðir vígamanna virðast hafa breyst eftir því sem öryggisgæsla hefur verið efld til að koma í veg fyrir bílsprengjuárásir. Undanfarna daga hefur verið mikið um sjálfsmorðsárásir gangandi vígamanna sem hafa hlaðið sig sprengiefnum. 27 manns hið minnsta létu lífið í nokkrum árásum í Írak í gær. 21 lét lífið í sprengjuárás á skráningarstofu íraska hersins í Bagdad. 27 til viðbótar særðust í árásinni sem er sú mannskæðasta í höfuðborginni eftir að kosningar fóru fram undir lok síðasta mánaðar. Talið er að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða. Árásin í Bagdad var ekki sú eina sem kostaði Íraka lífið í gær. Þrír lögreglumenn létust í bardögum við vígamenn í vesturhluta Bagdad. Tveir synir stjórnmálamanns létust þegar vígamenn skutu úr hríðskotarifflum sínum á bíl hans. Stjórnmálamaðurinn sjálfur, Mithal al-Alusi sem varð þekktur þegar hann sótti ráðstefnu um hryðjuverk í Ísrael í fyrra, slapp hins vegar ómeiddur. Þá lést skutu vígamenn íraskan starfsmann Bandaríkjahers til bana á alþjóðaflugvellinum í Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×