Fleiri fréttir

Síðasti gyðingurinn í Afganistan

Einn gyðingur býr í Afganistan eftir að sá næstsíðasti bar beinin fyrir viku síðan, áttræður að aldri. Báðir mennirnir höfðust við í eina samkomuhúsi gyðinga í landinu og elduðu saman grátt silfur um árabil.

Páfinn líti í eigin barm

Jose Bono, varnarmálaráðherra Spánar, vísar á bug gagnrýni Jóhannesar Páls páfa sem hefur mótmælt lögleiðingu fóstureyðinga og því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband. Ráðherrann segir að afstaða kirkjunnar gangi í sumum tilfellum gegn boðskap Jesú Krists.

Kosningarnar breyta litlu

Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða.

1500 líkum safnað daglega

Tala látinna í hamförunum við Indlandshaf heldur áfram að hækka. Nú er talið að um 280 þúsund manns hafi farist. Um 1500 líkum er safnað saman á hverjum degi í Aceh-héraði.

Fangar enn pyntaðir í Írak

Saddam Hussein og samverkamenn hans hafa verið hraktir frá völdum en íraskar öryggissveitir pynta fanga sína ennþá. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, sem hafa skoðað stöðu mannréttinda í Írak.

200 létust í troðningi

Um 200 manns létust í troðningi þegar nokkur þúsund hindúar reyndu að flýja eld sem braust út í musteri í vestanverðu Indlandi. Álíka margir slösuðust.

Vilja fækka breskum nemum

Skólayfirvöld Oxford-háskóla hafa ákveðið að fækka þeim bresku námsmönnum sem fá inni í skólanum. Þess í stað á að veita fleiri erlendum námsmönnum skólavist og er ástæðan einkum sú að þeir borga hærri skólagjöld en Bretar.

Stjórnarliðar með vænlega stöðu

Dönsku stjórnarflokkarnir myndu vinna öruggan sigur á stjórnarandstöðuflokkunum ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Berlingske Tidende.

Þeir látnu jafnmargir Íslendingum

Ljóst þykir að ekki færri en 280 þúsund manns hafi farist þegar flóðbylgjan mikla reið yfir ellefu ríki Asíu og Austur-Afríku á annan dag jóla. Óttast er að tugþúsundir til viðbótar kunni að hafa farist. Til samanburðar má nefna að Íslendingar voru 293 þúsund talsins 1. desember síðastliðinn.

Reynt að efla öryggi

Falah al-Naqib, innanríkisráðherra Íraks, segir öryggismál landsins vera í nógu góðu horfi til þess að hægt verði að halda kosningar í landinu í lok mánaðarins. Hann kynnti nýjar öryggisráðstafanir, sem fela í sér að alþjóðaflugvöllurinn í Bagdad verður lokaður dagana 29. og 30. janúar.

Jarðskjálfti í Indónesíu

Þúsundir manna flúðu heimili sín á Sulawesi-eyjum í Indónesíu í morgun í kjölfar jarðskjálfta upp á 6,2 á richter. Einn maður lést í skjálftanum sem einnig skemmdi nokkur hús. Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa sem að sögn vitna óttuðust að flóðbylgja kynni að fylgja í kjölfarið.

Tíu særðust í sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti tíu særðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í morgun sem átti sér stað nærri höfuðstöðvum Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar. Sjálfur var Allawi ekki á svæðinu þegar árásin var framan. Svæðið hefur verið girt af og þyrlur sveima yfir vettvangi.

Neyðarástand í Bandaríkjunum

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í tveim fylkjum Bandaríkjanna vegna stórhríðar sem gekk yfir norðausturhluta landsins í gær. Í Maccachusetts og New Jersey féll meira en hálfur metri af snjó auk þess sem miklir vindar gengu þar yfir.

Fresturinn framlengdur í Írak

Frestur til að kjósa utan kjörfundar í Írak hefur verið framlengdur vegna dræmrar kjörsóknar. Meira en milljón Írakar í fjórtán löndum hafa átt þess kost að kjósa utan kjörstaða síðan í byrjun síðustu viku. Um miðjan dag í gær höfðu aðeins ríflega 130 þúsund, eða í kringum 13%, nýtt atkvæðarétt sinn.

Hreinsa rústir vegna smithættu

Fimmtán hundruð íbúar Srí Lanka sem misstu heimili sín vegna hamfaranna á annan í jólum hafa hafist handa við að hreinsa rústir á strandlengju landsins til þess að koma í veg fyrir hættu á smitsjúkdómum. Sólarorkusérfræðingur frá Alþjóðabankanum, sem kemur frá Srí Lanka, fékk ríflega tuttugu milljóna króna styrk til þess að ráða samlanda sína til verkefnisins.

Leitin að bin Laden hert

Bandaríkjastjórn mun líklega tvöfalda upphæðina sem sett hefur verið til höfuðs Osama bin Laden í lok febrúar. Tímaritið <em>Time</em> greinir frá þessu og segir upphæðina til höfuðs bin Laden því verða 50 milljónir bandaríkjadala að mánuði liðnum, eða ríflega 3 milljarðar íslenskra króna.

Leit hafin að nýju

Leit er hafin á nýjan leik að fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Khoa Lak í Suður-Taílandi. Ofurstinn sem stýrir leitinni segir í viðtali við <em>Bangkok Post</em> að íbúar svæðisins hafi krafist þess að leitað yrði betur þar sem fjölda vina og aðstandenda væri enn saknað. Tvö hundruð manns með leitarhunda taka þátt í leitinni sem á að standa til 4. febrúar.

Þrír létust í snjóflóði

Að minnsta kosti þrír skíðamenn létu lífið í snjóflóði sem féll á vinsælum austurrískum skíðastað um helgina. Víða um heim hefur andstyggilegt vetrarveður valdið usla og mannskaða.

Norðmenn sækja í barnaklám

Sjö þúsund Norðmenn leituðu að barnaklámi á Netinu á einum sólarhring í október í fyrra samkvæmt rannsókn símafyrirtækisins Telenor og norsku lögreglunnar. Könnunin var gerð daginn áður en Telenor setti síur á þær heimasíður þar sem fyrirtækinu var kunnugt um að hægt væri að nálgast barnaklám.

Lykilmaður Al-Zarqawis handtekinn

Írakskir þjóðvarnarliðar hafa handtekið lykilmann innan uppreisnarhóps Abu Musabs Al-Zarqawis. Maðurinn, sem kallar sig Abu-Omar al Kurdi, er sakaður um að hafa staðið á bak við þrjátíu og tvær bílsprengjuárásir síðan innrásin í Írak hófst. Hann hefur verið í haldi í rúma viku en ekki var tilkynnt um handtökuna fyrr en í morgun.

Hervélmenni notuð í Írak

Bandaríkjaher telur sig hafa fundið svarið við því hvernig eigi að ráða niðurlögum írakskra uppreisnarhópa. Verið er að setja saman sérsveit vélmenna sem send verða á vígvöllinn í mars.

Júsjenko útnefnir forsætisráðherra

Viktor Júsjenko, nýkjörinn forseti Úkraínu, hefur útnefnt Juliu Tymoschenko sem forsætisráðherra landsins. Þingið í Úkraínu verður að samþykkja val Júsjenkos áður en forsætisráðherrann getur formlega tekið til starfa.

Viagra gott við hjartasjúkdómum

Getuleysislyfið Viagra gæti komið að notum í baráttunni gegn hjartasjúkdómum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Í rannsókninni var virkni Viagra á hjartastarfsemi músa rannsökuð og í ljós kom að hjarta þeirra músa sem fengu lyfið stækkaði síður en hjartað í öðrum músum.

Sendi póstinn sökum þunglyndis

Breskur maður sem sendi ættingjum þeirra sem týndust í hamförunum annan í jólum falsaðan tölvupóst var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi. Í tölvupósti sem maðurinn sendi til fjölda manna var sagt staðfest að viðkomandi ættingi sem saknað var hefði látist í hamförunum, þrátt fyrir að maðurinn hefði engar sannanir fyrir því.

Hlýnunin að verða óumflýjanleg

Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt.

Fyrrum ráðherra í fangelsi

Ray Burke, fyrrum dómsmálaráðherra Írlands, var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir skattsvik. Burke er fyrsti háttsetti stjórnmála- eða embættismaðurinn sem dæmdur er í fangelsi í kjölfar átta ára langrar rannsóknar á spillingu hátt settra stjórnmálamanna. Áður hafa nokkrir þingmenn verið dæmdir í fangelsi.

Kráakeðja bannar reykingar

Wetherspoons, öldurhúsakeðjan breska, hefur ákveðið að banna reykingar á öllum 650 öldurhúsum sínum frá maí á næsta ári. Reykingabannið tekur þó gildi enn fyrr, eða í maí næstkomandi, á sextíu öldurhúsum Wetherspoons.

Kosningarnar þegar tapaðar

Helsti ráðgjafi Michaels Howard, leiðtoga íhaldsmanna, vegna komandi þingkosninga í Bretlandi, hefur ráðlagt honum að einbeita sér að því í kosningabaráttunni að minnka forskot Verkamannaflokksins. Ekki þýði að setja markið hærra því kosningarnar séu þegar tapaðar.

Júsjenkó heldur til vesturlanda

Framtíðarsýn Viktors Júsjenkó fyrir Úkraínu vísar í vesturátt en hann hélt í austur í fyrstu opinberu heimsókn sína eftir að hann tók við embætti forseta Úkraínu. Júsjenkó hélt til fundar við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í gær þar sem þeir ræddu samskipti ríkjanna.

Hryðjuverkaforingi handtekinn

Íraska lögreglan hefur handtekið sprengjugerðarmann sem talinn er hafa staðið að nokkrum mannskæðustu bílsprengjuárásunum í Írak, þeirra á meðal árásinni á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í ágúst 2003 og árás á helgireit í Najaf sem kostaði 85 manns lífið.

Spilling í áfengiseinkasölu

Norska áfengiseinkasalan hefur ráðið utanaðkomandi lögfræðing til að rannsaka hvort starfsmenn stofnunarinnar hafi þegið mútur af áfengisheildsölum. Fjórtán manns sæta rannsókn á því hvort þeir hafi þegið óeðlilegar gjafir.

Stórfelld árásarhrina undirbúin

Lykilmaðurinn í flestum sprengjutilræðum sem gerð hafa verið í Írak síðustu vikur er kominn á bak við lás og slá að sögn þarlendra yfirvalda. Svo virðist sem handtakan hafi ekki dregið vígtennurnar úr andspyrnuhópum sem talið er að séu að skipuleggja stórfellda árásarhrinu síðustu dagana fyrir þingkosningarnar.

Mannskaðaveður í V-Evrópu og BNA

Mannskaðavetrarveður hefur gengið yfir bæði Vestur-Evrópu og Bandaríkin síðustu daga. Grenjandi stórhríð, hálasvell og snjóflóð hafa teppt samgöngur og gert mörgum gramt í geði.

Bandarískir hermenn á nálum

Gríðarleg spenna liggur í loftinu í Írak nú þegar aðeins sex dagar eru í þingkosningar. Bandarískir hermenn í landinu eru á nálum því að árásir andspyrnumanna eru eins og rigningin: maður veit aldrei hvar hún lendir. Þetta segir sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem er á ferð með bandaríska hernum í Írak.

DNA-próf til að sanna skyldleika

Hælisleitendum í Danmörku verður gert skylt að undirgangast DNA-próf til að sanna skyldleika við börn sem þeir flytja með sér, verði hugmynd danska þjóðarflokksins að veruleika. Samkvæmt stikkprufum sem eru gerðar í dag eru börn flutt til landsins með öðrum en líffræðilegum foreldrum sínum í þriðja hvert skipti.

Sagður hafa samið við skæruliða

Ísraelsk stjórnvöld segja Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa náð vopnahléssamkomulagi við skæruliða- og hryðjuverkahreyfingar Palestínumanna. Talsmenn samtakanna harðneita þessu og segjast ekki útiloka neinar aðgerðir fyrr en Ísraelsmenn hætti sjálfir hernaðaraðgerðum sínum. Talsmaður Abbas neitaði að tjá sig um málið.

Herferð gegn þingkosningum í Írak

Abu Musab al-Zarqawi lýsti í nótt yfir stríði á hendur íröksku þingkosningunum sem fara fram eftir viku. Hótunin kom fram á hljóðupptöku sem birt var á íslamskri vefsíðu, en upptakan er sögð af ávarpi al-Zarqawis. Þar sagði hann að strítt yrði gegn lýðræði og hverjum þeim sem reyndi að koma því á fót.

Segir að árás á Íran væri mistök

Árás á Íran væri mikil mistök. Þetta segir utanríkisráðherra Írans. Á fréttamannafundi í Teheran kvaðst hann jafnframt telja líkurnar á slíkri árás afar litlar nema að einhverjum væri mikið í mun að gera hernaðarleg mistök.

Vopnahléssamkomulag liggur fyrir

Vopnahléssamkomulag liggur fyrir milli palestínskra yfirvalda og skæruliðasamtaka á sjálfsstjórnarsvæðunum. Allir hlutaðeigandi neita þó fregnunum en talið er að betur horfi fyrir botni Miðjarðarhafs en í langan tíma.

Segjast ekki ráðast á Íran

Hyggi Bandaríkjamenn á innrás í Íran gætu þeir þurft að ráðast einir inn í landið. Bretar ætla sér ekki að taka þátt í hernaði gegn landinu en vilja semja við Írana um kjarnorkuvopnáætlun landsins.

Ný leyniþjónusta undir Rumsfeld

Nýrri leyniþjónustu hefur verið komið á fót innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Bandarísk lög eru þar túlkuð með nýjum hætti til að veita Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra völd til að skipa fyrir um leyniaðgerðir erlendis.

Júsjenko sver embættiseið

Viktor Júsjenko sór í morgun embættiseið sem forseti Úkraínu eftir langan aðdraganda. Mikil hátíðarhöld verða í Kænugarði af þessu tilefni, einkum á Sjálfstæðistorginu þar sem mótmælendur héldu til vikum saman til að knýja fram nýjar kosningar vegna kosningasvika í forsetakosningum á síðasta ári.

Óttast að neyðarfé sé sóað

Á Srí Lanka aukast áhyggjur af því að neyðarhjálp í formi fjár sé sóað í dularfull verkefni og í vasa spilltra stjórnmála- og embættismanna. Stjórnvöld í Kólombó vilja sem minnst segja um hvernig fénu er varið og halda samtökum og héraðsstjórnum fjarri þeirri ákvarðanatöku.

Brenndu átta þorp í Darfur-héraði

Uppreisnarmenn réðust á og brenndu átta þorp í Darfur-héraði í Súdan í gær. Haft er eftir yfirmanni í her landsins að tugir hafi fallið í árásunum en uppreisnarmennirnir létu einnig greipar sópa í þorpunum.

Funda um ferðaþjónustuvanda

Forystumenn í ferðamálum í Asíu hittast í dag til þess að reyna að endurskipuleggja ferðaþjónustu í Suðaustur-Asíu í kjölfar hamfaranna annan dag jóla. Eftir að myndir af hamfarasvæðunum birtust í sjónvarpi um allan heim hafa fjölmargir hætt við ferðalög þangað og jafnvel á staði í Asíu sem eru hvergi nærri flóðasvæðunum.

Sjá næstu 50 fréttir