Erlent

Segir að árás á Íran væri mistök

Árás á Íran væri mikil mistök. Þetta segir utanríkisráðherra Írans. Á fréttamannafundi í Teheran kvaðst hann jafnframt telja líkurnar á slíkri árás afar litlar nema að einhverjum væri mikið í mun að gera hernaðarleg mistök. Ráðherrann sagði yfirlýsingar bandarískra ráðamanna undanfarna daga, þess efnis að meint kjarnorkuvopnaáætlun Írans væri áhyggjuefni og að landið væri efst á gátlista stjórnvalda, væru ekkert annað en sálfræðihernaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×