Erlent

Vilja fækka breskum nemum

Skólayfirvöld Oxford-háskóla hafa ákveðið að fækka þeim bresku námsmönnum sem fá inni í skólanum. Þess í stað á að veita fleiri erlendum námsmönnum skólavist og er ástæðan einkum sú að þeir borga hærri skólagjöld en Bretar. Skólastjórnendur hafa kvartað undan fjárskorti. Eitt af því sem þeir segja mögulegt með því að veita fleiri erlendum námsmönnum skólavist er að greiða kennurum hærri laun og geta því betur keppt við bandaríska skóla. Stjórnmálamenn og námsmenn hafa tekið hugmyndinni illa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×