Erlent

Mannskaðaveður í V-Evrópu og BNA

Mannskaðavetrarveður hefur gengið yfir bæði Vestur-Evrópu og Bandaríkin síðustu daga. Grenjandi stórhríð, hálasvell og snjóflóð hafa teppt samgöngur og gert mörgum gramt í geði. Það er víðar en á Íslandi þar sem reglulegur vetrarhamur er í veðrinu þennan veturinn. Örfáir dagar eru síðan mannskaðaveður gerði í Danmörku og Svíþjóð og flóð færðu norðurhluta Bretlandseyja nánast á kaf. Síðustu daga hefur svo hríð og hraglandi sem gengið hefur yfir Holland og Þýskaland fært allt úr skorðum og valdið fjölda umferðaslysa og alls konar óhappa. Ekki er ástandið betra hinum megin Atlantsála því í norðvesturhéruðum Bandaríkjanna hefur kafaldsbylur verið alla að æra. Snjó kyngir þar niður í meira magni en áður hefur sést, frost mælist í tugum gráða og fólki er hreinlega ráðlagt að hætta sér ekki út fyrir hússins dyr. Aflýsa þurfti flugferðum Flugleiða til og frá Boston í gær en flugsamgöngur voru komnar í lag í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×