Erlent

Brenndu átta þorp í Darfur-héraði

Uppreisnarmenn réðust á og brenndu átta þorp í Darfur-héraði í Súdan í gær. Haft er eftir yfirmanni í her landsins að tugir hafi fallið í árásunum en uppreisnarmennirnir létu einnig greipar sópa í þorpunum. Yfirmaðurinn vissi ekki hvaða uppreisnarhópur bæri ábyrgð á ódæðinu en tveir aðaluppreisnarhópar héraðsins hafa neitað að sveitir þeirra hafi framið voðaverkin og segjast virða vopnahlé sem samið hafi verið um í apríl á síðasta ári. Tugir þúsunda hafa látist og tæpar tvær milljónir þurft að yfirgefa heimili sín á síðustu tveimur árum í þessu stríðshrjáða héraði í Súdan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×