Erlent

200 létust í troðningi

Um 200 manns létust í troðningi þegar nokkur þúsund hindúar reyndu að flýja eld sem braust út í musteri í vestanverðu Indlandi. Álíka margir slösuðust. Að sögn lögreglu kveiktu nokkrir pílagrímar eld í söluskýlum á gangi musterisins eftir að þeir heyrðu orðróm þess efnis að ættingjar þeirra hefðu runnið á musterisgólfinu og troðist undir fólkinu sem á eftir þeim kom. Eftir að eldurinn kom upp reyndi fólk að flýja sem hraðast það gat um þröngan gang og tróðust þá margir undir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×