Erlent

Norðmenn sækja í barnaklám

Sjö þúsund Norðmenn leituðu að barnaklámi á Netinu á einum sólarhring í október í fyrra samkvæmt rannsókn símafyrirtækisins Telenor og norsku lögreglunnar. Könnunin var gerð daginn áður en Telenor setti síur á þær heimasíður þar sem fyrirtækinu var kunnugt um að hægt væri að nálgast barnaklám. Þetta þykir óhugnalega há tala og segir talsmaður Barnaheilla í Noregi að hún sýni þá skelfilegu staðreynd að næsti nágranni eða vinnufélagi geti allt eins verið að stunda þessa iðju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×