Erlent

Hryðjuverkaforingi handtekinn

Íraska lögreglan hefur handtekið sprengjugerðarmann sem talinn er hafa staðið að nokkrum mannskæðustu bílsprengjuárásunum í Írak, þeirra á meðal árásinni á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í ágúst 2003 og árás á helgireit í Najaf sem kostaði 85 manns lífið. Í yfirlýsingu írösku lögreglunnar segir að maðurinn, Sami Mohammed Ali Said al-Jaaf, sé sá liðsforingja hryðjuverkaforingjans Abu Musab al-Zarqawi sem hafi líf flestra á samviskunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×